Barnaafmæli fyrir fullorðna

Bjórmenning | 8. mars 2024

Barnaafmæli fyrir fullorðna

Afmæli handverksbrugghússins Malbyggs verður fagnað í dag, föstudag. Afmælisgleðin fer fram í Malbygg Taproom að Skútuvogi 1h og hefst klukkan 16.

Barnaafmæli fyrir fullorðna

Bjórmenning | 8. mars 2024

Strákarnir í Malbygg eru komnir í afmælisskap. Frá vinstri eru …
Strákarnir í Malbygg eru komnir í afmælisskap. Frá vinstri eru Ingi, Magnús, Andri og Bergur. Ljósmynd/Björn Árnason

Afmæli handverksbrugghússins Malbyggs verður fagnað í dag, föstudag. Afmælisgleðin fer fram í Malbygg Taproom að Skútuvogi 1h og hefst klukkan 16.

Afmæli handverksbrugghússins Malbyggs verður fagnað í dag, föstudag. Afmælisgleðin fer fram í Malbygg Taproom að Skútuvogi 1h og hefst klukkan 16.

Malbygg fagnar nú sex ára afmæli sínu og verður mikið um dýrðir í veislunni, að sögn Magnúsar Más Kristinssonar, eins starfsmanna Malbyggs. 100 fyrstu bjórglösin verða frí og gestir geta troðið í sig ókeypis bratwurst-pylsum meðan birgðir endast. Þá verður að sjálfsögðu boðið upp á afmælisköku. Magnús lýsir veislunni einmitt sem barnaafmæli fyrir fullorðna; bjór, snakk og nammi í skálum.

„Afmælisbjórinn í ár heitir Mosaic og er hrísgrjóna lager. Þurrhumlaður með ógeðslega mikið af mosaic humlum. Hentar þvi vel þeim sem elska venjulega bjóra og humlahausum. Varð óvart tæp 6%... bjór sem er algjörlega úr takti við það sem við erum þekktir fyrir,“ segir Magnús.

Haukur FKNHNDSM dj-ar frá 17-20 og eftir það verður boðið upp á karaoke. 

Malbygg hefur verið í hópi vinsælustu handverksbrugghúsa á Íslandi frá stofnun þess enda eru margir þeirrar skoðunar að bjórar þess séu vel samanburðarhæfir við bjóra frá þekktum brugghúsum úti í heimi. Fyrsti bjór Malbyggs var kynntur til sögunnar á árlegri bjórhátíð á Kex Hostel í febrúar 2018 og skömmu síðar fóru bjórar brugghússins að rata í Vínbúðina. Síðan þá hafa 93 nýjar bjórtegundir litið dagsins ljós, hvorki meira né minna. Margar hafa notið mikilla vinsælda bjóráhugafólks, til að mynda Sopi, Kisi og Pardus.

mbl.is