„Betra að hafa kjaftfulla höll heldur en hálftóma“

Þjóðarhöll | 8. mars 2024

„Betra að hafa kjaftfulla höll heldur en hálftóma“

Þeir sem hyggjast senda inn tillögu í hönnunar- og byggingarsamkeppni nýrrar Þjóðarhallar verða að vera hluti teymis sem hefur á að skipa arkitekt, verktaka og verkfræðing. Er sú krafa sett til að tryggja að verkið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. 

„Betra að hafa kjaftfulla höll heldur en hálftóma“

Þjóðarhöll | 8. mars 2024

Ásmundur segir mikla vinnu liggja að baki þess að nú …
Ásmundur segir mikla vinnu liggja að baki þess að nú sé hægt að hefja hönnunar- og byggingarfasa nýrrar Þjóðarhallar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir sem hyggjast senda inn tillögu í hönnunar- og byggingarsamkeppni nýrrar Þjóðarhallar verða að vera hluti teymis sem hefur á að skipa arkitekt, verktaka og verkfræðing. Er sú krafa sett til að tryggja að verkið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. 

Þeir sem hyggjast senda inn tillögu í hönnunar- og byggingarsamkeppni nýrrar Þjóðarhallar verða að vera hluti teymis sem hefur á að skipa arkitekt, verktaka og verkfræðing. Er sú krafa sett til að tryggja að verkið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. 

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, íþrótta-, barna- og menntamálaráðherra, í samtali við mbl.is í kjöl­far blaðamanna­fund­ar um hönn­un­ar- og fram­kvæmd­arfasa nýrr­ar Þjóðar­hall­ar.

Ráðgert er að ný Þjóðar­höll sem á að taka 8.600 manns í sæti verði tek­in í gagnið á ár­un­um 2027 til 2028. Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 15 milljarðar og skiptist hann milli ríkis og Reykjavíkurborgar.

Eignarhlutur ríkisins er 55% og eignahlutur Reykjavíkurborgar 45%. Kostnaðarskiptingin byggist á úttekt á þörfum hvors fyrir sig á notkun þjóðarhallar. 

Lengi hefur verið rætt um byggingu annars vegar nýrrar Þjóðarhallar …
Lengi hefur verið rætt um byggingu annars vegar nýrrar Þjóðarhallar og hins vegar nýs Þjóðarleikvangs bæði fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhersla á að halda kostnaðaráætlun

Ásmundur segir mikla vinnu liggja að baki þess að nú sé hægt að hefja hönnunar- og byggingarfasa nýrrar Þjóðarhallar. Það sé því fagnaðarefni að nú sé hægt að setja af stað forval um hönnun og byggingu hallarinnar. 

Aðferðin við forvalið er þó nokkuð ólík því sem áður þekkist innan framkvæmdarsýslunnar því ekki verður hægt að sýna áhuga á því að taka þátt í forvali nema vera hluti teymis með arkitekt, verktaka og verkfræðing. 

Það er síðan stjórn Þjóðarhallar ehf. sem mun velja ákveðið mörg teymi úr forvalinu til að halda áfram. Þessi teymi fá síðan ákveðið mikið fjármagn til að gera tillögu að hönnun og tilboð í verkið í heild sinni að sögn Ásmundar. 

Er þetta gert til að tryggja að verkið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun?

„Já, þetta er þannig. Þú mátt ekki koma með tillögu í verkið nema að hún uppfylli skilyrði. Það er búið að setja ákveðið þak á upphæðina og þú verður bara að skila tillögu samkvæmt því.“

„Þegar við verðum heimsmeistarar 2029“

Höllin á að taka 8.600 manns í sæti. Spurður hvort verið sé að horfa til framtíðar með þeirri ákvörðun svarar Ásmundur því til að tekin hafi verið ákvörðun um áhorfendafjölda á fyrri stigum og að unnið sé út frá því. 

„Hvert og eitt verkefni sem við höfum komið áfram og náð að setja aftur fyrir okkur, hvort sem það er sætafjöldinn eða staðsetningin, já ég held að við séum að horfa til framtíðar,“ segir Ásmundur og bætir við:  

„Það er líka betra að hafa kjaftfulla höll heldur en hálftóma höll þegar við verðum heimsmeistarar 2029 eða 2031.“ 

Þjóðarhöll auðveldara verkefni 

Hvers vegna Þjóðarhöll en ekki Þjóðarleikvangur. Nú var Þjóðarleikvangur langt á veg komin í hönnunarfasa ekki satt?

„Það hafa þrjú mannvirki verið til umfjöllunar. Þjóðarhöll, Þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu og þjóðarleikvangur fyrir frjálsar íþróttir. Niðurstaðan var sú þegar við settum vinnu af stað í upphafi að þjóðarhöllin væri það skref sem við ætluðum að stíga fyrstu skrefin í. [...] Ástæðan er sú að þetta er að mörgu leiti auðveldara verkefni vegna þess að það er hægt að nýta það meira, skólarnir íþróttafélögin og fleira. Það er líka þannig að við munum ekki gera allt í einu.“

Í þessu samhengi áréttir Ásmundur að ríkisstjórnin sé með það algjörlega skýrt í sinni stefnu að bæta mannvirki og aðbúnað afreksíþróttafólks. Um er að ræða tvíþætt verkefni, annars vegar hinn eiginlegi hluti sem eru mannvirkin og hins vegar stuðningur við íþróttafólkið sem Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri leiðir, segir Ásmundur og bætir við að reiknað sé með að tillögur Vésteins birtist á næstunni. 

Þá kveðst Ásmundur hafa átt góða fundi með nýkjörnum formanni KSÍ, Þorvaldi Örlygssyni, þar sem ræddur hefur verið möguleikinn á að setja verkefni um þjóðarleikvang í sama aðdraganda og verkefni Þjóðarhallar hefur verið í, enda sé búið að vera að vinna ósýnilega vinnu í að verða tvö ár. 

mbl.is