Ríkisstjórnin fundaði um styrjöldina í Súdan

Súdan | 8. mars 2024

Ríkisstjórnin fundaði um styrjöldina í Súdan

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gerði borgarastyrjöldina í Súdan að umtalsefni á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þetta kemur fram í dagskrá fundarins sem birt var að honum loknum.

Ríkisstjórnin fundaði um styrjöldina í Súdan

Súdan | 8. mars 2024

Ríkisstjórnin eftir fund. Mynd úr safni.
Ríkisstjórnin eftir fund. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gerði borgarastyrjöldina í Súdan að umtalsefni á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þetta kemur fram í dagskrá fundarins sem birt var að honum loknum.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gerði borgarastyrjöldina í Súdan að umtalsefni á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þetta kemur fram í dagskrá fundarins sem birt var að honum loknum.

Gríðarlegt mannfall almennra borgara hefur átt sér stað í Súdan síðan styrjöldin braust út 15. apríl í fyrra.

Volker Turk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, varar við gangi mála í borgarastyrjöldinni í Súdan og bendir á að tálmun aðgengis aðþjóðlegs hjálparstarfsfólks jafnist í sjálfu sér á við stríðsglæp.

Stuðningsmenn súdanska hersins aka pallbifreið um borgina Gedaref á sunnudaginn …
Stuðningsmenn súdanska hersins aka pallbifreið um borgina Gedaref á sunnudaginn var. Yfirmaður mannréttindamála SÞ kveður það mannréttindabrot í sjálfu sér að hindra aðgengi alþjóðlegra hjálparstarfsmanna að stríðshrjáðum svæðum landsins. AFP

Fjöldi brota gegn alþjóðalögum

„Súdan er orðið að lifandi martröð. Næstum helmingur íbúa landsins, 25 milljónir manns, eru í bráðri þörf fyrir mat og aðhlynningu heilbrigðisstarfsfólks,“ hefur katarski fjölmiðillinn Al Jazeera eftir Turk sem enn fremur kveður 80 prósent sjúkrahúsa landsins óstarfhæf.

Í ávarpi sínu til mannréttindaráðs SÞ í Genf dró Turk einnig fram fjölda brota gegn alþjóðalögum sem stríðandi fylkingar í landinu – stjórnarherinn annars vegar og hins vegar RSF-sveitir Mohameds Hamdans Dagalos sem betur er þekktur undir nafninu Hemedti – hefðu gert sig sekar um síðan núverandi stríð braust út í apríl í fyrra en það hefur nú kostað minnst 14.600 manns lífið.

Asnar á markaði í Gedaref en þeir eru í auknum …
Asnar á markaði í Gedaref en þeir eru í auknum mæli nýttir til vöruflutninga nú er eldsneyti og mun fleiri nauðsynjar eru af skornum skammti. AFP

Hlíti lagalegri skyldu sinni

Nefnir Turk þar meðal annars nauðganir sem beitt sé sem vopni í stríðinu auk þess sem báðar fylkingar hefðu gert sig sekur um að myrða þúsundir, að því er virðist án minnstu iðrunar, til dæmis með stórskotaliðsárásum á þéttbýl svæði þar sem engu hefur verið eirt.

Skorar Turk á herinn og RSF að „hlíta lagalegri skyldu sinni og hleypa alþjóðlegu hjálparstarfsfólki inn á landið áður en fleiri líf týnast“. Nokkuð hefur kveðið að því að hjálparbirgðum hafi verið rænt og atlögur gerðar að hjálparstarfsfólki á meðan alþjóðastofnanir og -samtök kvarta yfir skriffinnskulegum hindrunum frá að komast til hafnarborgarinnar Port Sudan við Rauðahafið til að koma birgðum inn í landið en þar hefur stjórnarherinn töglin og hagldirnar.

Súdanskir flóttamenn bíða eftir vatni í Kumer-flóttamannabúðunum í grennd við …
Súdanskir flóttamenn bíða eftir vatni í Kumer-flóttamannabúðunum í grennd við Maganan, um 70 kílómetra frá landamærum Súdans og Eþíópíu. AFP/Michele Spatari

SÞ hvöttu aðildarríki sín í febrúar til þess að gleyma ekki almennum borgurum og fóru fram á rúmlega fjóra milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 545 milljarða íslenskra króna, til stuðnings við rúmlega eina og hálfa milljón súdanskra borgara sem flúið hafa heimaland sitt og leitað skjóls í nágrannalöndum.

„Nú, þegar rúmlega átta milljónir eru á flótta í Súdan og nágrannaríkjunum, er landið gjörsamlega á hvolfi í hrömmum stríðsins sem stefnir friði, öryggi og mannréttindamálum í voða í öllum þeim heimshluta sem hér er undir,“ segir Turk.

Al Jazeera

mbl.is