Síldarvinnslan með 10 milljarða hagnað

Síldarvinnslan | 8. mars 2024

Síldarvinnslan með 10 milljarða hagnað

Árið 2023 er sagt eitt besta rekstrarár Síldarvinnslunnar hf. til þessa í tilkynningu á vef félagsins. Skilaði Síldarvinnslan hagnaði upp á 73,4 milljónir bandaríkjadali á síðasta ári, jafnvirði rétt rúmlega tíu milljarða íslenskra króna.

Síldarvinnslan með 10 milljarða hagnað

Síldarvinnslan | 8. mars 2024

Börkur NK og Beitir NK við bryggju í Neskaupstað. Tekjur …
Börkur NK og Beitir NK við bryggju í Neskaupstað. Tekjur Síldarvinnslunnar jukust um 30% milli ára og var síðasta ár eitt af bestu rekstrarárum félagsins til þessa. Ljósmynd/Hampiðjan Neskaupstað

Árið 2023 er sagt eitt besta rekstrarár Síldarvinnslunnar hf. til þessa í tilkynningu á vef félagsins. Skilaði Síldarvinnslan hagnaði upp á 73,4 milljónir bandaríkjadali á síðasta ári, jafnvirði rétt rúmlega tíu milljarða íslenskra króna.

Árið 2023 er sagt eitt besta rekstrarár Síldarvinnslunnar hf. til þessa í tilkynningu á vef félagsins. Skilaði Síldarvinnslan hagnaði upp á 73,4 milljónir bandaríkjadali á síðasta ári, jafnvirði rétt rúmlega tíu milljarða íslenskra króna.

Tekjur á árinu 2023 voru 404,7 milljónir bandaríkjadalir sem jafngildir rúmlega 55 milljörðum króna. Það er 30,5% meiri tekjur en árið 2022 þegar þær voru rétt rúmar 310 milljónir bandaríkjadalir. „Tekjuaukningin skýrist fyrst og fremst af því að þetta var fyrsta heila rekstrarár Vísis ehf. í rekstri samstæðunnar en árið á undan var Vísir ehf. einungis desembermánuð í rekstri samstæðunnar,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að loðnuvertíðin í upphafi árs hafi verið góð auk þess sem veiðar á makríl gengu vel og fóru veiðarnar að mestu fram í íslenskri lögsögu. Einnig gengu síldveiðar vel um haustið og var stutt að sækja aflann. Þá voru mjöl- og lýsismarkaðir sterkir á árinu og verð há.

Óvissa tengd Grindavík

Þá hefur umfang bolfiskstarfsemi Síldarvinnslunnar aukist með tilkomu Vísis í samstæðuna, en óvissa er sögð með áframhaldandi bolfiskstarfsemi í Grindavík í kjölfar jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesi.

„Atburðirnir á Reykjanesi hafa sett landvinnslu okkar í Grindavík í ákveðna óvissu. Unnið hefur verið að því að koma upp saltfisksvinnslu annars staðar til skemmri tíma. Þessir atburðir munu ekki skerða rekstrarhæfi félagsins til lengri tíma litið. Á næstu misserum verður unnið að stefnumótun og endurskipulagningu á bolfiskhluta samstæðunnar,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri félagsins, í tilkynningunni.

Eldvirknin á Reykjanesskaga hefur haft veruleg áhrif á starfsemi Vísis …
Eldvirknin á Reykjanesskaga hefur haft veruleg áhrif á starfsemi Vísis í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síldarvinnslan fjárfesti í helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood á síðasta ári. Nýverið var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hafi ákveðið að hefja rannsókn á eignatengslum Síldarvinnslunnar og Samherja vegna viðskiptanna, en Samherji átti Ice Fresh Seafood að fullu fyrir viðskiptin og fer Samherji með rúm 30% í Síldarvinnslunni.

„Um mitt ár var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á 50% hlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. en kaupin eru mikilvæg til að efla enn frekar sölu- og markaðshlið Síldarvinnslunnar. Við sjáum aukin tækifæri í því að íslensk sjávarútvegsfélög snúi bökum saman þegar kemur að sölu- og markaðsstarfi erlendis enda samkeppni hörð á erlendum mörkuðum og samkeppnisaðilar sterkir. Þar teljum við að slíkt samstarf muni skila aukinni verðmætasköpun,“ segir Gunnþór í tilkynningunni.

mbl.is