Tveir metmánuðir hjá Strætó

Strætó | 8. mars 2024

Tveir metmánuðir hjá Strætó

Janúar og febrúar voru metmánuðir hjá Strætó. Aldrei hafa fleiri innstig mælst í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuðum síðan reglulegar mælingar hófust.

Tveir metmánuðir hjá Strætó

Strætó | 8. mars 2024

Innstigin hafa aldrei verið fleiri.
Innstigin hafa aldrei verið fleiri. mbl.is/Valli

Janúar og febrúar voru metmánuðir hjá Strætó. Aldrei hafa fleiri innstig mælst í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuðum síðan reglulegar mælingar hófust.

Janúar og febrúar voru metmánuðir hjá Strætó. Aldrei hafa fleiri innstig mælst í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuðum síðan reglulegar mælingar hófust.

„Í janúar voru rúmlega 1.121.000 innstig en flest innstig voru áður mæld í fyrra en þá voru þau 1.119.000. Í febrúar mældust tæplega 1.179.000 innstig en flest innstig voru áður mæld í febrúar í fyrra eða 1.069.000,” segir í tilkynningu.

Fram kemur að árið í fyrra hafi verið metár því þá mældust fleiri innstig yfir árið en nokkru sinni fyrr á höfuðborgarsvæðinu, eða 12,64 milljónir.

„Við erum þakklát fyrir þessar góðu móttökur og vonumst til að sjá sem flesta í strætó á árinu,” segir í tilkynningunni.

mbl.is