Fermingargjafahugmyndir fyrir tæknivædda fermingarbarnið. Í dag snýst heimurinn að hluta til um rafmagstæki og tækni.
Fermingargjafahugmyndir fyrir tæknivædda fermingarbarnið. Í dag snýst heimurinn að hluta til um rafmagstæki og tækni.
Fermingarbörn eru ekki undanskilin því og ef það er eitthvað sem gleður þau á fermingardaginn þá er það að fá eitthvað í fermingargjöf sem hægt er að hlaða. Símar, tölvur, hlaupahjól og led-lýsing er dæmi um gjafir sem hitta í mark!
Hér fyrir neðan má sjá frábærar gjafir sem eiga etir að slá í gegn!
Á gervihnattaöld þurfa allir að eiga góðan snjallsíma. Þessi er frá iPhone 14 128 GB fæst í Elko og kostar 144.995 kr.
Garmin Venu 3S snjallúr er góð gjöf. Það fæst í Elko og kostar 67.995 kr.
Samsung Galexy A25 5G 128 GB farsími fæst í Elko. Hann kostar 54.995 kr.
Það þurfa allir græjusjúklingar að eiga stjörnujónauka. Það fer lítið fyrir þessum auk þess sem hann er léttur. Stjörnusjónaukinn fæst í Ormsson og kostar 27.590 kr.
Það er ekki hægt að fara í fermingarferðina án þess að setja AirTag á töskuna. AirTag frá Apple fást í Símanum og kostar 6.990 kr.
Hver segir að það sé ekki í tísku að gefa græjur? Þessi hátalari frá Soundboks er gríðarlega öflugur og mun halda uppi stuðinu í öllum unglingapartíium næstu ára. Hátalarinn fæst í Símanum og kostar 139.990 kr.
Wahl Detailer Gold er þráðlaus rakvél sem gerir gagn. Henni fylgja ýmsir hnífar og græjur fyrir þá sem vilja hafa mismunandi skegg. Hún fæst á Beautybar.is og kostar 63.002 k
AirPods Pro 2nd gen with MagSafe Case USB-C 54.990 kr Epli.is
Ef þú vilt slá í gegn hjá fermingarbarninu gefur þú Norðurljósavarp, sem er lampi sem breytir herberginu í ævintýraheim. Þessi græja fæst á Snilldarvörur.is og kostar 9.995 kr.
Hvern dreymir ekki um að eiga upplýst Manchester United-skilti í herberginu sínu? Þessi lampi er fáanlegur í nokkrum stærðum. Sá minnsti kostar 4.290 kr. og fæst á Snilldarvörur.is.
Flestalla 13 og 14 ára tölvuleikjaspilara dreymir um að eiga herbergi með góðri aðstöðu. Góð aðstaða snýst um að eiga svalan stól, stórt skrifborð, risastóra músamottu og þráðlausa mús. Svo þarf að vera nóg af LED-lýsingu og helst LED-skilti með góðum slagorðum.
Bylgjujárn gerir hárið líflegt og fallegt. Þetta er af Rod VS8 tegund og í litnum Pretty Rose. Það fæst á Beautybar.is og kostar 31.603 kr.
Eitursvöl fartölva. MacBook Pro 14” M3. Hún fæst í Epli.is og kostar 339.990 kr.
Draumatölva unglingsins sem elskar að spila er þessi hér. Þessi er af gerðinni Endorfy Ventum 200 ARGB og fæst í Computer.is og kostar 219.900 kr.
Apollo Explore rafmagnshlaupahjól er fyrir þá sem vilja meiri kraft og vilja spæna upp um hóla og hæðir. 52V rafhlaða með 1000 W mótor á 10” dekkjum. Það fæst í Elko og kostar 129.995 kr.
PlayStation Pulse Elite þráðlaus heyrnartól eru fyrir þá sem vilja hafa gott hljóð í tölvunni. Þau fást í Elko og kosta 27.995 kr.
Sony PlayStation Pulse Explore þráðlaus tappaheyrnartól eru góð gjöf. Þau fást í Tölvutek og kosta 39.990 kr.
Xiaomi Mi Scooter 3 rafmagnshlaupahjól er þarfaþing fyrir hina tæknivæddu sem vilja komast hratt og örugglega á milli staða. Það fæst í Tölvutek og kostar 74.990 kr.