Dýrðlegar karamellupáskaeggja pavlóvur

Uppskriftir | 11. mars 2024

Dýrðlegar karamellupáskaeggja pavlóvur

Hvern langar ekki til að taka forskot á sæluna og fá sér lítið krúttlegt páskaegg og jafnvel smá marens með? Það má nýta tímann til að æfa sig í eftirréttagerð fyrir páskana og galdra fram þessar dýrðlegu karamellupáskaeggja pavlóvur sem koma úr smiðju Lindu Ben sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben. Þessi eftirréttur er bæði guðdómlega fallegur fyrir augun og svo er hann líka svo góður.

Dýrðlegar karamellupáskaeggja pavlóvur

Uppskriftir | 11. mars 2024

Eru þessar ekki dýrðlegar? Páska pavlóvur sem gleðja.
Eru þessar ekki dýrðlegar? Páska pavlóvur sem gleðja. Ljósmynd/Linda Ben

Hvern langar ekki til að taka forskot á sæluna og fá sér lítið krúttlegt páskaegg og jafnvel smá marens með? Það má nýta tímann til að æfa sig í eftirréttagerð fyrir páskana og galdra fram þessar dýrðlegu karamellupáskaeggja pavlóvur sem koma úr smiðju Lindu Ben sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben. Þessi eftirréttur er bæði guðdómlega fallegur fyrir augun og svo er hann líka svo góður.

Hvern langar ekki til að taka forskot á sæluna og fá sér lítið krúttlegt páskaegg og jafnvel smá marens með? Það má nýta tímann til að æfa sig í eftirréttagerð fyrir páskana og galdra fram þessar dýrðlegu karamellupáskaeggja pavlóvur sem koma úr smiðju Lindu Ben sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben. Þessi eftirréttur er bæði guðdómlega fallegur fyrir augun og svo er hann líka svo góður.

Maður byrjar á því að smella í pavlóvurnar og á meðan þær eru í ofninum þá bræðir maður saman karamellusúkkulaði og rjóma og lætur þá blöndu kólna. Svo þeytir maður rjóma með karamellusúkkulaðibráðinni og sprautar honum á pavlóvurnar og inn í lítil Doré páskaegg eða páskaegg að eigin vali. Páskaeggin setur maður svo ofan á rjómann og skreytir með karamellukurli.

Þær eru girnilegar karamellu páskaeggja pavlóvurnar hennar Lindu Ben.
Þær eru girnilegar karamellu páskaeggja pavlóvurnar hennar Lindu Ben. Ljósmynd/Linda Ben

Karamellupáskaeggja pavlóvur

  • 6 eggjahvítur
  • 3,5 dl sykur
  • 2 tsk. kornsterkja (maizenamjöl)
  • 1/8 tsk. cream of tartar
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 2 tsk. hvítt borðedik
  • 2 msk. Síríus kakóduft


Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 120ºC, undir og yfir hita.
  2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina ásamt cream of tartar og notið þeytarann.
  3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
  4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 msk. af sykri út í eggjahvíturnar í einu á um það bil ½ mínútna fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).
  5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við í ½ mínútur lengur.
  6. Setjið kakóduftið ofan í deigið og hrærið því varlega saman við með sleikju.
  7. Setjið smjörpappír á ofnplötu, notið tvær matskeiðar til að útbúa u.þ.b. 10 cm kökur, hver kaka er u.þ.b. 2 msk. af deigi.
  8. Notið bakhliðina á skeiðinni til að útbúa skál úr marengsinum. Passið að hafa smá fjarlægð á milli  því marensinn stækkar örlítið í ofninum.
  9. Bakið í 40-50 mínútur, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn.
  10. Látið kökurnar kólna með ofninum.
  11. Takið þær út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.


Karamellusúkkulaði rjómi

  • 500 ml rjómi (skipt í 400 ml og 100 ml)
  • 150 Síríus karamellusúkkulaðidropar
  • 50 g Síríus karamellukurl
  • 10 Dore páskaegg nr. 1 eða páskaegg að eigin vali.


Aðferð:

  1. Hitið 100 ml rjóma að suðu. Setjið karamellusúkkulaðidropana í skál og hellið heita rjómanum yfir.
  2. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan samlagast. Setjið skálina í ísskáp eða frysti og kælið þar til blandan er orðin köld en ekki stíf.
  3. Þeytið 400 ml rjóma þar til hann er orðinn létt þeyttur, hellið þá karamellusúkkulaðirjómanum út í og þeytið áfram þar til hann er orðinn stífur.
  4. Hitið lítinn og mjög beittan hníf undir heitu vatni. Þurrkið vatnið af hnífnum og skerið toppinn af páskaeggjunum. Þið munið þurfa endurhita hnífinn oft í þessu ferli.
  5. Sprautið rjóma ofan í eggin og ofan á hverja pavlóvu og setjið rjómafyllta eggið ofan á.
  6. Skreytið með karamellukurli.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is