Fengu magnaða norðurljósasýningu á Flateyri

Skoðunarferðir | 11. mars 2024

Fengu magnaða norðurljósasýningu á Flateyri

Ljósmyndararnir Ása Steinarsdóttir og Sigurður Bjarni Pétursson voru á ferðalagi um Vestfirði á dögunum þegar þau fengu stórkostlega norðurljósasýningu. 

Fengu magnaða norðurljósasýningu á Flateyri

Skoðunarferðir | 11. mars 2024

Skjáskot úr myndbandi sem lljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir birti á Instagram-síðu …
Skjáskot úr myndbandi sem lljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir birti á Instagram-síðu sinni. Samsett mynd

Ljósmyndararnir Ása Steinarsdóttir og Sigurður Bjarni Pétursson voru á ferðalagi um Vestfirði á dögunum þegar þau fengu stórkostlega norðurljósasýningu. 

Ljósmyndararnir Ása Steinarsdóttir og Sigurður Bjarni Pétursson voru á ferðalagi um Vestfirði á dögunum þegar þau fengu stórkostlega norðurljósasýningu. 

Ása og Sigurður Bjarni hafa bæði verið að gera það gott í ljósmynda- og ferðaheiminum, en þau eru dugleg að deila ævintýralegum myndum frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum. 

Á dögunum voru þau á ferðalagi um Vestfirði, en eitt kvöldið fengu þau stórkostlega norðurljósasýningu á Flateyri. Þau birtu bæði efni frá kvöldinu á samfélagsmiðlum sínum sem hefur vakið þó nokkra athygli. 

Norðurljósin oft best í upphafi og lok tímabilsins

„Gærkvöldið. Var það þess virði að bíða? Þvílíka sýningin sem þetta var. Mín reynsla er sú að norðurljósatímabilið er oft best í upphafi og í lokinn. Mars er einn af síðustu góðu norðurljósamánuðunum á Íslandi.

Þessi mánuður virðist stefna í að verða góður! Með mikið af heiðskírum himni og mikilli virkni. Annar uppáhaldsnorðurljósamánuðurinn minn er september og október,“ skrifar Ása við magnað myndband frá kvöldinu. 

„Þvílíkt kvöld sem þetta var! Upplifun sem er eins og úr öðrum heimi á einum af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi, Vestfjörðum,“ skrifaði Sigurður Bjarni svo við myndir sem hann birti í „story“ á Instagram-síðu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Asa Steinars (@asasteinars)

Sigurður Bjarni náði ótrúlegum myndum af norðurljósunum.
Sigurður Bjarni náði ótrúlegum myndum af norðurljósunum. Skjáskot/Instagram
Vestfirðirnir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Sigurði Bjarna.
Vestfirðirnir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Sigurði Bjarna. Skjáskot/Instagram
mbl.is