Ný pilla slær öðrum megrunarlyfjum við

Ozempic | 11. mars 2024

Ný pilla slær öðrum megrunarlyfjum við

Þátttakendur í meðferðarprófun á nýju megrunarlyfi úr smiðju danska lyfjarisans Novo Nordisk léttust um þrettán prósent á tólf vikna tímabili. Þetta eru fyrstu niðurstöður prófana á lyfinu sem Novo Nordisk framkvæmir.

Ný pilla slær öðrum megrunarlyfjum við

Ozempic | 11. mars 2024

Niðurstöðurnar þykja lofa góðu.
Niðurstöðurnar þykja lofa góðu. Ljósmynd/Colourbox

Þátttakendur í meðferðarprófun á nýju megrunarlyfi úr smiðju danska lyfjarisans Novo Nordisk léttust um þrettán prósent á tólf vikna tímabili. Þetta eru fyrstu niðurstöður prófana á lyfinu sem Novo Nordisk framkvæmir.

Þátttakendur í meðferðarprófun á nýju megrunarlyfi úr smiðju danska lyfjarisans Novo Nordisk léttust um þrettán prósent á tólf vikna tímabili. Þetta eru fyrstu niðurstöður prófana á lyfinu sem Novo Nordisk framkvæmir.

Um er að ræða nýtt megrunarlyf sem er í töfluformi, amycretin, og virkar ekki ósvipað og megrunarlyfið Wegovy, sem einnig er úr smiðju Novo Nordisk, og Zepbound frá Eli Lilly. Hefur það áhrif á GLP-1-hormón og amylin-hormón, sem hefur áhrif á svengd.

Novo Nordisk kynnti niðurstöðurnar á fimmtudagsmorgun, en þær hafa að öðru leyti ekki verið birtar eða sannreyndar af óháðum aðila. Í kjölfar tíðinda af kynningu Novo Nordisk hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu, sem er verðmætasta fyrirtæki í allri Evrópu, um tæp sex prósent.

Niðurstöðurnar úr fyrstu prófunum á amycretini eru umtalsvert betri en þær niðurstöður sem notendur lyfsins Wegovy mega vænta, en með Wegovy geta notendur vænt þess að léttast um sex prósent á tólf vikum.

Ráðast í frekari tilraunir

Novo Nordisk greinir svo frá að lyfið virðist vera öruggt til notkunar, þátttakendur virðist hafa þolað inntöku þess vel og gefi rannsóknin til kynna að aukaverkanir séu svipaðar og þær sem fylgja Wegovy og Ozempic, sykursýkislyfi sem einnig hefur verið notað til þyngdarstjórnunar.

Vankantar rannsóknarinnar helgast einkum af því að fjöldi þeirra sem prófuðu lyfið var ekki mikill en niðurstöðurnar réttlæti að ráðast í frekari rannsóknir á því.

Martin Lange Holst, sem er yfir þróunarsviði Novo Nordisk, sagði að fyrirtækið ætlaði að hefja frekari prófanir á lyfinu á síðari hluta þessa árs. Niðurstöðu væri að vænta á þarnæsta ári, 2026.

Pilla ekki sprauta

Fyrir utan að lofa betri niðurstöðum hefur amycretin það fram yfir Wegovy að vera einfaldara í notkun. Amycretin er í töfluformi en Wegovy er stungulyf sem sjúklingar þurfa að sprauta sig með vikulega.

Novo Nordisk vinnur einnig að öðru lyfi þar sem virka efnið er amycretin, en það verður stungulyf og er áætlað að fyrirtæki skili rannsóknum á því á næsta ári.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is