Oppenheimer sópaði til sín verðlaunum

Óskarsverðlaunin | 11. mars 2024

Oppenheimer sópaði til sín verðlaunum

Kvikmyndin Oppenheimer stóð uppi sem sigurvegari gærkvöldsins á 96. Óskarsverðlaunahátíðinni.

Oppenheimer sópaði til sín verðlaunum

Óskarsverðlaunin | 11. mars 2024

Robert Downey Jr., Da'Vine Joy Randolph, Emma Stone og Cillian …
Robert Downey Jr., Da'Vine Joy Randolph, Emma Stone og Cillian Murphy hrepptu öll verðlaun fyrir frábæra frammistöðu í hlutverkum sínum. AFP/Rodin Eckenroth

Kvikmyndin Oppenheimer stóð uppi sem sigurvegari gærkvöldsins á 96. Óskarsverðlaunahátíðinni.

Kvikmyndin Oppenheimer stóð uppi sem sigurvegari gærkvöldsins á 96. Óskarsverðlaunahátíðinni.

Myndin var tilnefnd í þrettán flokkum og hlaut alls sjö verðlaun, þar á meðal fyrir bestu kvikmyndina, besta leikstjórann, besta karlkyns leikara í aðalhlutverki og aukahlutverki.

Cristopher Nolan leikstýrði myndinni, Cillian Murphy fór með aðalhlutverkið og Robert Downey Jr. hlaut verðlaunin fyrir aukahlutverk í myndinni.

Robert Downey Jr. tekur á móti verðlaunum sem Oppenheimer hlaut …
Robert Downey Jr. tekur á móti verðlaunum sem Oppenheimer hlaut fyrir bestu kvikmyndina. AFP/Kevin Winter

Besta leikkona í aðalhlutverki í annað sinn

Verðlaunin fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki hlaut Emma Stone fyrir hlutverk sitt í Poor things. Er þetta í annað sinn á ferlinum sem hún tekur á móti þeim verðlaunum. Kvikmyndin var einnig verðlaunuð fyrir listræna stjórnun, búningahönnun og förðun.

Da'Vine Joy Randolph hlaut verðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í The Holdovers.

Barbie hlaut ein verðlaun

Ein verðlaun féllu í skaut kvikmyndarinnar Barbie og voru þau fyrir besta upprunalega lagið, sem söngkonan Billie Eilish og bróðir hennar Finneas sömdu. 

Úkraína eignaðist sinn fyrsta óskarsverðlaunahafa í gær þegar kvikmyndin 20 Days in Mariupol fékk verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina. Þá hlutu Bretar verðlaun fyrir bestu alþjóðlegu myndina, The Zone of interest.

mbl.is