Sigurður landaði fyrstu grásleppunni á Húsavík

Grásleppuveiðar | 11. mars 2024

Sigurður landaði fyrstu grásleppunni á Húsavík

Fyrstu grásleppunni sem landað var á Húsavík á þessari vertíð barst á land í dag þegar Sigurður Kristjánsson á Ósk ÞH 54 hafði vitjað netanna.

Sigurður landaði fyrstu grásleppunni á Húsavík

Grásleppuveiðar | 11. mars 2024

Sigurður Kristjánsson var ánægður með sinn fyrsta grásleppuafla á þessari …
Sigurður Kristjánsson var ánægður með sinn fyrsta grásleppuafla á þessari vertíð. mbl.is/Hafþór

Fyrstu grásleppunni sem landað var á Húsavík á þessari vertíð barst á land í dag þegar Sigurður Kristjánsson á Ósk ÞH 54 hafði vitjað netanna.

Fyrstu grásleppunni sem landað var á Húsavík á þessari vertíð barst á land í dag þegar Sigurður Kristjánsson á Ósk ÞH 54 hafði vitjað netanna.

Hann lagði netin síðastliðinn laugardag og fengust um 400 kíló í 50 net og virtist hann ánægður með aflann þegar ljósmyndari hitti hann á hafnarbakkanum. Grásleppan fór á fiskmarkað.

Grásleppubáturinn landaði á Húsavík í dag.
Grásleppubáturinn landaði á Húsavík í dag. mbl.is/Hafþór

Grásleppubátunum hefur gengið misvel á veiðum en heilt yfir hafa bátarnir landað 86,8 tonn af grásleppu frá því að veiðar hófust 1. mars síðastliðinn.

Benni ST sem gerður er út frá Drangsnesi hefur landað mestum grásleppuafla, nemur aflinn 7.619 kílóum.

mbl.is