Nóttin: Inga Lind og Finnur saman á Kjarval

Nóttin | 12. mars 2024

Nóttin: Inga Lind og Finnur saman á Kjarval

Nóttin er ennþá að reyna að gleyma upplifun sinni af því að vakna í íbúð við Hverfisgötu. Einhvern veginn hélt hún að það væri hægt að misstíga sig smá án þess að það hefði afleiðingar. Hún komst að því þegar maður nokkur hafði samband á messenger og þakkaði fyrir ógleymanlega Nótt. Hann stakk upp á því að þau myndu hittast. Hún sagðist vera upptekin, mikið að gera í vinnunni og svona. Nóttin hélt að hún hefði sett skýr skilaboð sem það reyndist ekki alveg þannig.

Nóttin: Inga Lind og Finnur saman á Kjarval

Nóttin | 12. mars 2024

Það var allt í gangi í síðustu viku.
Það var allt í gangi í síðustu viku. Samsett mynd

Nóttin er ennþá að reyna að gleyma upplifun sinni af því að vakna í íbúð við Hverfisgötu. Einhvern veginn hélt hún að það væri hægt að misstíga sig smá án þess að það hefði afleiðingar. Hún komst að því þegar maður nokkur hafði samband á messenger og þakkaði fyrir ógleymanlega Nótt. Hann stakk upp á því að þau myndu hittast. Hún sagðist vera upptekin, mikið að gera í vinnunni og svona. Nóttin hélt að hún hefði sett skýr skilaboð sem það reyndist ekki alveg þannig.

Nóttin er ennþá að reyna að gleyma upplifun sinni af því að vakna í íbúð við Hverfisgötu. Einhvern veginn hélt hún að það væri hægt að misstíga sig smá án þess að það hefði afleiðingar. Hún komst að því þegar maður nokkur hafði samband á messenger og þakkaði fyrir ógleymanlega Nótt. Hann stakk upp á því að þau myndu hittast. Hún sagðist vera upptekin, mikið að gera í vinnunni og svona. Nóttin hélt að hún hefði sett skýr skilaboð sem það reyndist ekki alveg þannig.

Um kvöldið hringdi dyrabjallan og Nóttinni til mikillar skelfingar stóð skeggjaður dökkhærður maður fyrir utan húsið hennar. Hún ákvað að opna ekki fyrir Hverfisgötunni en sá í myndavélinni á dyrabjöllunni að hann hélt á kassa sem henni sýndist innihalda páskaegg frá Blush. Hún vissi ekki alveg hvort þetta væri falin myndavél. 

Nóttin leit inn á Björtusali í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Íslenska húðvörumerkið ChitoCare var með teiti og þangað mættu Kolbrún Pálína Helgadóttir markaðsráðgjafi hjá Icepharma og markþjálfi, Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti, Marín Manda Magnúsdóttir hlaðvarpsstjarna í Spegilmyndinni, Gerður Jónsdóttir þjálfari, Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, Birna Björnsdóttir dansari og Elín Reynisdóttir förðunarmeistari. Þegar Nóttin var búin að úða húðvörum á alla líkamsparta fór hún heim. Henni til mikillar skelfingar sá hún að súkkulaðieggið frá Blush var komið fyrir framan innganginn hjá henni. Einhver í blokkinni hafði hleypt Hverfisgötunni inn. 

Andrea Magnúsdóttir mætti í ChitoCare teitið.
Andrea Magnúsdóttir mætti í ChitoCare teitið. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Nóttin laumaði sér á Hótel Holt á fimmtudaginn. Þar var Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis. Nóttin stoppaði stutt við og fór yfir á hverfisbarinn. 

Sigríður Mogensen var á Hótel Holti.
Sigríður Mogensen var á Hótel Holti. mbl.is/Arnþór

Á Kjarval var Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions og Finnur Harðarson staðarhaldari í Stóru-Laxá. Hann var ekki með veiðigleraugu og lax. Bara venuleg gleraugu og í venjulegri peysu og með stóran bjór. Þar var líka Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Ásgeir Guðmundsson á Röntgen og Jafet Máni Magnússon leikari. Nóttin fór yfir á Kalda. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi stóð partívaktina ásamt Bigga löggu og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni. 

Finnur Harðarson var ekki með þannan lax á Kjarval.
Finnur Harðarson var ekki með þannan lax á Kjarval. Ljósmynd/FBH
Ólöf Skaftadóttir.
Ólöf Skaftadóttir.

Nóttin fór í Kauphöllina á föstudaginn til að halda upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna. Þar var Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarforstjóri Arion banka í sjúklega heitri ljósri dragt og Halla Tómasdóttir forstjóri Team B í svartri pilsdragt sem hún fékk lánaða hjá Angelu Merkel. Skórnir voru líka úr fataskáp Merkel, flatbotna með spennu yfir ristina. Hulda Bjarnadóttir formaður Golfsambandsins mætti í grænum flauelsjakka, með hárið í tagli og alltaf hress. 

Halla Tómasdóttir í dragt og flatbotna skóm með bandi yfir …
Halla Tómasdóttir í dragt og flatbotna skóm með bandi yfir ristina. Ljósmynd/Kauphöllin

Nóttin endaði á Röntgen. Þar var Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík í miklu stuði. 

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin ætlaði á Food and Fun en meikaði það ekki. Nennti ekki að vera södd og blönk á sama tíma. Miklu betra að fara á tónleika. 

Harpan skartaði sínu fegursta á laugardaginn á tónleikum Laufeyjar Línar Jónsdóttur. Þar voru forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid í góðum gír með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Þar var hinn ofurríki Haraldur Þorleifsson, Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsstjarna Rúv. og Björgvin Franz Gíslason, leikari og skemmtikraftur. Atvinnulífsfólkið lét sig ekki vanta heldur á tónleikana. Bræðurnir Þorsteinn og Björn Víglundssynir voru á staðnum, Helga Árnadóttir í Bláa lóninu, Árni Sigurjónsson, formaður SI. Þórður Guðjónsson, fyrrverandi knattspyrnuhetja og núverandi forstjóri Skeljungs, var einnig á tónleikunum. 

Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs.
Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs. Ljósmynd/Aðsend

Nóttin upplifði sig súper-miðaldra á tónleikunum. Allt í kring voru stelpur með með slaufu í hárinu sem æptu og skríktu. Reyndar ekki að ástæðu lausu enda Laufey vissulega frábær. Það var þó enginn grenjandi í salnum þetta kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason, kærasti Selmu Björns og fréttastjóri á Vísi, kláraði víst tárakvótann á föstudagskvöldinu.

Eftir tónleikana kíkti Nóttin á Tipsý en þar voru borgarstjórahjónin Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir. Þau voru að skemmta sér eftir árshátíð Ráðhússins. Hinir starfsmenn úr Ráðhúsinu fóru yfir á Kaffibarinn. 

Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir.
Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin var hryllilega þunn á sunnudeginum. Þegar Nóttin er þunn þá fer hún í sund. Það er enginn staður á jörðinni betri en Álftaneslaugin þegar ástandið er þannig. Það voru fleiri sem fengu þá hugmynd. Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir voru á staðnum með börnin. Vonandi þó ekki þunn eins og Nóttin! 

Helga Gabríela Sigurðardóttir og Frosti Logason.
Helga Gabríela Sigurðardóttir og Frosti Logason. Ljósmynd/BB
mbl.is