Leyniþjónustan í Litháen segir að árásin sem var gerð á rússneska stjórnarandstæðinginn Leonid Volkov, náinn samstarfsmann Alexeis Navalnís, hafi líklega verið skipulögð af Rússum.
Leyniþjónustan í Litháen segir að árásin sem var gerð á rússneska stjórnarandstæðinginn Leonid Volkov, náinn samstarfsmann Alexeis Navalnís, hafi líklega verið skipulögð af Rússum.
Leyniþjónustan í Litháen segir að árásin sem var gerð á rússneska stjórnarandstæðinginn Leonid Volkov, náinn samstarfsmann Alexeis Navalnís, hafi líklega verið skipulögð af Rússum.
Gitanas Nauseda, forseti Litháens, sagði að möguleg aðkoma rússneskra stjórnvalda að árásinni ætti ekki að koma á óvart og bætti við um Vladimír Pútín Rússlandsforseta: „Það er enginn hræddur við þig hérna.”
Litháen, sem er í NATO og ESB, hefur verið ötull stuðningsmaður Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmum tveimur árum síðan.
Í yfirlýsingu litháísku leyniþjónustunnar kom fram að árásin hefði „líklega” verið aðgerð „skipulögð og framkvæmd af Rússum með þeim tilgangi að stöðva verkefni rússnesku stjórnarandstöðunnar”.