Líta leigubílasvindl alvarlegum augum

Leigubílaþjónusta | 13. mars 2024

Líta leigubílasvindl alvarlegum augum

„Þetta stenst ekki, það er á ábyrgð skólans að menn sem taka þessi próf svindli ekki og taki prófin án þess að nota óheimil hjálpargögn,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við Morgunblaðið, þegar viðbragða stofnunarinnar var leitað við frétt blaðsins í gær þar sem sagt var frá dæmum um að útlendingar svindluðu á svokölluðum „harkaraprófum“ sem veita réttindi til að aka leigubíl.

Líta leigubílasvindl alvarlegum augum

Leigubílaþjónusta | 13. mars 2024

Samgöngustofan segir það vera á ábyrgð Ökuskólans í Mjódd að …
Samgöngustofan segir það vera á ábyrgð Ökuskólans í Mjódd að nemendur í leigubílanámi svindli ekki á svokölluðum harkaraprófum. Samsett mynd

„Þetta stenst ekki, það er á ábyrgð skólans að menn sem taka þessi próf svindli ekki og taki prófin án þess að nota óheimil hjálpargögn,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við Morgunblaðið, þegar viðbragða stofnunarinnar var leitað við frétt blaðsins í gær þar sem sagt var frá dæmum um að útlendingar svindluðu á svokölluðum „harkaraprófum“ sem veita réttindi til að aka leigubíl.

„Þetta stenst ekki, það er á ábyrgð skólans að menn sem taka þessi próf svindli ekki og taki prófin án þess að nota óheimil hjálpargögn,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við Morgunblaðið, þegar viðbragða stofnunarinnar var leitað við frétt blaðsins í gær þar sem sagt var frá dæmum um að útlendingar svindluðu á svokölluðum „harkaraprófum“ sem veita réttindi til að aka leigubíl.

Það er Ökuskólinn í Mjódd sem annast námskeiðshaldið og prófin.

Skólans að ákveða

Spurð um hvort hún gæti útskýrt hvernig útlendingar ættu að geta tekið próf á íslensku þegar þeir hvorki skilji námsefnið né spurningarnar á prófunum, segir hún að það sé skólans að ákveða að hafa bæði prófin og námsefnið á íslensku.

„Í annan stað er heimilt að vera með túlk á námskeiðinu og þeir geta fengið túlkaþjónustu í prófinu, eða verið með lokað kerfi þar sem aðeins er leyfður aðgangur að Google Translate. Skólinn hefur ekki gert það og í einhverjum tilfellum leyft mönnum að vera með símann hjá sér. Ef einhverjir eru að nota símann í óheiðarlegum tilgangi, þá er það skólans að tryggja að nemendur fari í gegnum prófin án þess að svindla,“ segir Þórhildur Elín.

Hún segir Samgöngustofu þó hafa heyrt að menn hafi verið að hafa rangt við, en aldrei fengið formlegar ábendingar þar um. Við því hafi verið brugðist með auknu eftirliti. „En ábyrgð framkvæmdaaðilans er að sjá til þess að menn fari ekki í gegnum prófið með svindli,“ segir hún.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is