Ráðist var á Leóníd Volkov, náinn samstarfsmann rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans sáluga Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáens.
Ráðist var á Leóníd Volkov, náinn samstarfsmann rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans sáluga Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáens.
Ráðist var á Leóníd Volkov, náinn samstarfsmann rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans sáluga Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáens.
Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðli.
Þrátt fyrir árásina hét Volkov því að berjast áfram gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í myndskeiði sem hann birti á Telegram snemma í morgun eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi.
„Við munum halda áfram starfi okkar og við munum ekki gefast upp,” sagði Volkov.
Hann handleggsbrotnaði í árásinni, auk þess sem hann var laminn 15 sinnum í fótlegginn með hamri.
Volkov sagði árásina „dæmigerða kveðju glæpamanna” frá skósveinum Pútíns.
Volkov, sem er 43 ára, er einn þekktasti stjórnarandstæðingur Rússlands og var náinn samstarfsmaður Navalnís. Hann var starfsmannastjóri hans og yfirmaður í stofnun Navalnís sem barðist gegn spillingu.
„Einhverra hluta vegna er fótleggurinn í lagi en það er vont að ganga….samt sem áður brotnaði handleggurinn minn,” sagði Volkov.
„Þeir vildu breyta mér í snitsel.”
Áður hafði talskona Navalnís, Kíra Jarmísj, sagt: „Einhver braut bílrúðu og úðaði táragasi í augun á honum” áður en ráðist var á hann með hamrinum.
Árásin var gerð tæpum mánuði eftir að Navalní lést í rússnesku fangelsi. Volkov kennir Pútín um dauða hans.
„Pútín drap Navalní. Og marga aðra þar á undan,” skrifaði hann á netið.