Samstarfssamningur Hafró og NMSÍ undirritaður

Hafrannsóknastofnun | 13. mars 2024

Samstarfssamningur Hafró og NMSÍ undirritaður

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, undirrituðu nýverið rammasamkomulag um samstarf stofnananna, en markmið samstarfsins er að stuðla að samstarfi fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum, að því er segir í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Samstarfssamningur Hafró og NMSÍ undirritaður

Hafrannsóknastofnun | 13. mars 2024

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns …
Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands virtust hæstánægðir með samkomulagið. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, undirrituðu nýverið rammasamkomulag um samstarf stofnananna, en markmið samstarfsins er að stuðla að samstarfi fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum, að því er segir í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, undirrituðu nýverið rammasamkomulag um samstarf stofnananna, en markmið samstarfsins er að stuðla að samstarfi fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum, að því er segir í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þar er undirritun samkomulagsins sögð mikilvægur liður í að styrkja tengsl stofnananna og er haft eftir Hilmari að tímasetningin hafi skipt Náttúruminjasafnið máli því unnið er nú að gerð grunnsýningar í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi, Náttúruhúsinu í Nesi, sem til stendur að opna um mitt ár 2025.

Þema sýningar mun vera hafið, eðli þess og gerð, með áherslu á líffræðilega fjölbreytni og vistfræði sem fellur eðli málsins samkvæmt vel að áherslum Hafrannsóknastofnunar. „Hin nýja aðstæða mun veita einstakt tækifæri varðandi miðlun og fræðslu á mikilvægi hafsins fyrir land og þjóð,“ segir í tilkynningunni.

Þá eru bundar vonir við samlegðaráhrif samstarfs stofnananna á sviði vísinda, menntunar og menningar.

mbl.is