Ágóðinn af stöðugleikanum

Ágústa Johnson | 14. mars 2024

Ágóðinn af stöðugleikanum

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar skrifar um gildi þess að hugsa vel um líkama og sál. Hún tók saman lista með 12 atriðum sem skipta máli ef fólk vill auka lífsgæði sín. 

Ágóðinn af stöðugleikanum

Ágústa Johnson | 14. mars 2024

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar skrifar um gildi þess að hugsa vel um líkama og sál. Hún tók saman lista með 12 atriðum sem skipta máli ef fólk vill auka lífsgæði sín. 

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar skrifar um gildi þess að hugsa vel um líkama og sál. Hún tók saman lista með 12 atriðum sem skipta máli ef fólk vill auka lífsgæði sín. 

Á hverjum degi, sumar, vetur, vor og haust nærum við musterið okkar, eina skrokkinn sem þarf að duga okkur út lífið.  Við væntanlega þrífum hann líka og burstum tennurnar. Við vitum og finnum að það er nauðsynlegt fyrir heilsu okkar og líðan. Hann er vart til sá sem lætur sér detta í hug að taka sumarhlé frá þessum lífsbætandi, nauðsynlegu daglegu athöfnum.

Af því þú getur!

Í því samhengi er vert að benda á annan afar mikilvægan þátt sem allir ættu einnig að sinna daglega alla ævi. Það er nefnilega ræktin!

Þú hefur lyft lóðum í vetur, byggt upp styrk og þrek. Þú ert stæltari, sterkari og hefur orku og krafta fyrir lífsins leik og athafnir. Hví ættir þú að leggja lóðin niður í nokkra mánuði ef heilsan er fín og þú nýtur þeirrar gæfu að GETA tekið í járnin og haldið áfram að efla þig og styrkja?  Líkami okkar þarfnast „viðhalds, ræktunar og umhyggju“ af ýmsu tagi allan ársins hring ef vel á að vera. Þjálfun er sannarlega þar á meðal.

Stöðugleiki skiptir sköpum

Óumdeilt er að mikilvægur og sjálfsagður hluti af daglegu lífi manna er að hugsa vel um heilsuna.  Styrktarþjálfun ætti að vera hluti af lífi okkar allt árið um kring, alla ævi.   Að byggja upp og viðhalda góðum alhliða vöðvastyrk breytir einfaldlega lífinu og getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á  lífsgæði okkar.

Þjálfun er ekki skammtímalausn eða skyndihjálp. Það vitum við.

Líkamsrækt er í eðli sínu ekkert öðruvísi en tannhirða, hana þarf að stunda allt árið og um leið og þú hættir missir þú fljótt niður það sem þú hafðir fyrir að byggja upp. Rannsóknir sýna að eftir 14 daga hlé frá æfingum tapast styrkur hratt niður eftir það.  Rannsóknir hafa sýnt  að byrjendur sem höfðu lyft lóðum af krafti í  2 mánuði höfðu tapað niður að mestu styrk og þoli sem þau höfðu byggt upp, eftir 2ja mánaða hlé frá æfingunum.

Orka, kraftur, styrkur og gleði - þitt er valið

Góðu fréttirnar eru að þú getur viðhaldið styrk, þreki og úthaldi með ástundun í aðeins 20-30 mín 1-2x í viku. Ávinningarnir eru svo stórkostlegir og allir þínir!

Hér má benda á 12 atriði sem bæta líf þitt og heilsu. Ágóðinn af stöðugleikanum er meiri en þú heldur. 

  •   Aukinn vöðvamassi
  •   Betri efnaskipta heilsa
  •   Aukin grunnbrennsla
  •   Aukin orka
  •   Betri líðan
  •   Meiri styrkur fyrir leik og störf
  •   Minni verkir
  •   Bætt beinþéttni
  •   Minni líkur á lífsstílssjúkdómum
  •   Bætt andleg heilsa
  •   Aukið jafnvægi og samhæfing
  •   Aukið sjálfstraust

Fyrir utan allt hitt, bætt golfsveifla, auðveldari fjallgöngur, skapið léttara og svo framvegis. 

Sífellt fleiri eru að bætast í hóp þeirra sem lyfta lóðum allt árið um kring og halda sínu striki þrátt fyrir jól, páska og sumarfrí. Ekki þú vera þessi sem tekur rispur í ræktinni og hættir inn á milli.  Þessi sem dregur það fram eftir haustinu að byrja í ræktinni eftir sumarhlé og upplifir a.m.k árlega ergilegheitin við að þurfa enn á ný að byggja sig aftur upp með tilheyrandi harðsperrum og strengjum.

Það hljóta allir að sjá hve afskaplega óskynsamlegt það er að sleppa tannburstun og líkamsumhirðu í nokkra mánuði á ári.  Það er alveg jafn óráðlegt að hætta í líkamsræktinni yfir sumarmánuðina.

Sumarið er tíminn

Snúðu dæminu við í ár. Settu þér ný heilsuræktar markmið með hækkandi sól. T.d. að geta bætt við þyngdum í lyftingarsalnum, geta tekið á sprett á brattann.  Meiri orka, kraftur, úthald og styrkur gerir lífið skemmtilegra, betra og líklega lengra. Þú hefur það í hendi þér!

mbl.is