Atvik við Leifsstöð: „You're fucking dead“

Leigubílaþjónusta | 14. mars 2024

Atvik við Leifsstöð: „You're fucking dead“

„Hann setti brjóstkassann í bringuna á mér og sagði bara „ég ætla að komast að því hvar þú átt heima“ og „þetta mál er ekki búið – you're fucking dead“ sagði hann nákvæmlega orðrétt.“

Atvik við Leifsstöð: „You're fucking dead“

Leigubílaþjónusta | 14. mars 2024

Lárus kveðst hafa lent í óþægilegu atviki á Keflavíkurflugvelli síðasta …
Lárus kveðst hafa lent í óþægilegu atviki á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar. Samsett mynd

„Hann setti brjóstkassann í bringuna á mér og sagði bara „ég ætla að komast að því hvar þú átt heima“ og „þetta mál er ekki búið – you're fucking dead“ sagði hann nákvæmlega orðrétt.“

„Hann setti brjóstkassann í bringuna á mér og sagði bara „ég ætla að komast að því hvar þú átt heima“ og „þetta mál er ekki búið – you're fucking dead“ sagði hann nákvæmlega orðrétt.“

Svona lýsir leigubílstjórinn Lárus Páll Erlingsson samskiptum sínum og annars leigubílstjóra við pakistanskan leigubílstjóra við Leifsstöð undir lok síðasta sumars, í samtali við mbl.is.

Kollegi hans, Maron Bergmann Jónasson, var einnig á staðnum þegar atvikið átti sér stað og staðfestir þessa frásögn í samtali við mbl.is. Báðir menn segja þetta aðeins vera eitt atvik af mörgum þar sem þeim og öðrum leigubílstjórum hefur verið hótað af erlendum leigubílstjórum.

Ætlaði að rukka 15 þúsund fyrir ferð á Ásbrú

Að sögn Lárusar var löng leigubílaröð og gekk hún hægt. Hann, ásamt Maroni voru framarlega en stóðu úti þar sem mögulega viðskiptavini bar að garði fremst í röðinni. Þar var pakistanski leigubílstjórinn og bauð hann ungu norsku pari far upp á Konvin hótelið á Ásbrú (10 mínútna ferð) fyrir 100 evrur, eða tæplega 15 þúsund krónur.

Lárus varð vitni að þessu og lét parið vita að þarna væri verið að reyna svindla á þeim, þau ættu ekki að þurfa að greiða nema þriðjung af uppgefnu verði leigubílstjórans. Pakistanski leigubílstjórinn fussaði en lækkaði þá verðið sitt og skutlaði norska parinu.

Eitt af mörgum atvikum

Hálftíma síðar kom umræddur leigubílstjóri aftur í röðina.

„Þá var hann alveg brjálaður. Við vorum þarna úti á planinu á vappinu í góðu veðri að spjalla. Þá veittist hann að okkur tveimur (Lárusi og Maroni) sem höfðum verið, að hans mati, nokkuð grimmir við hann,“ segir hann og lýsir því sem maðurinn sagði við hann og Maron.

„Hann setti brjóstkassann í bringuna á mér og sagði bara: „Ég ætla að komast að því hvar þú átt heima“ og „þetta mál er ekki búið – you're fucking dead“ sagði hann nákvæmlega orðrétt,“ segir Lárus.

Hann segir þetta vera eitt af mörgum atvikum sem hann lenti í á Leifsstöð í samskiptum sínum við erlenda leigubílstjóra en núna er hann fluttur af Suðurnesjum og býr á Akureyri.

mbl.is