Kaupa norska loðnu á uppboði

Loðnuveiðar | 14. mars 2024

Kaupa norska loðnu á uppboði

Á undanfarinni viku hafa íslenskar afurðastöðvar uppsjávarfisks – einkum á Austfjörðum – fengið til vinnslu að minnsta kosti sex þúsund tonn af loðnu sem norsk skip sigla með alla leið úr Barentshafi, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Kaupa norska loðnu á uppboði

Loðnuveiðar | 14. mars 2024

Norsk skip lönduðu íslenskri loðnu á Fáskrúðsfirði á síðasta ári. …
Norsk skip lönduðu íslenskri loðnu á Fáskrúðsfirði á síðasta ári. Nú landa þau norskri loðnu alla leið úr Barentshafi. mbl.is/Þorgeir

Á undanfarinni viku hafa íslenskar afurðastöðvar uppsjávarfisks – einkum á Austfjörðum – fengið til vinnslu að minnsta kosti sex þúsund tonn af loðnu sem norsk skip sigla með alla leið úr Barentshafi, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Á undanfarinni viku hafa íslenskar afurðastöðvar uppsjávarfisks – einkum á Austfjörðum – fengið til vinnslu að minnsta kosti sex þúsund tonn af loðnu sem norsk skip sigla með alla leið úr Barentshafi, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Á meðan loðnubrestur er hér á landi fengu norsk skip 117,5 þúsund tonna loðnukvóta í Barentshafi, þrefalt meira en þau fengu veturinn 2023 og er það jafnframt mesti loðnukvóti í Barentshafi frá 2018.

Kom fyrsti loðnufarmurinn til Íslands 6. mars þegar skipið Hargrun kom með 1.100 tonn af loðnu til Eskifjarðar þar sem aflinn fór í vinnslu til manneldis hjá Eskju. Siglingin af miðunum til Eskifjarðar var um 950 sjómílur. Þá landaði Vendla 1.065 tonnum af loðnu í Neskaupstað til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar 7. mars.

Spurður hvort Síldarvinnslan hyggist festa kaup á miklu magni af norskri loðnu á vertíðinni svarar Gunnþór Ingvason forstjóri félagsins: „Það er ekki gott að segja, hún verður ekki hæf í frystingu mjög lengi.“

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu.

mbl.is