„Lágmark að farið sé að lögum“

Leigubílaþjónusta | 14. mars 2024

„Lágmark að farið sé að lögum“

„Það er algert lágmark að farið sé að lögum, réttum leikreglum og verklagi og það gildir að sjálfsögðu um leigubílanám eins og allt annað. Síðan er það hin sjálfstæða eftirlitsstofnun, Samgöngustofa, sem fer með eftirlitið. Það er afstaða mín sem ráðherra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður um viðbrögð við ástandinu á leigubílamarkaði. Í ljós hefur komið að algengt er að útlendingar komist í gegnum svokölluð „harkarapróf“ með svindli.

„Lágmark að farið sé að lögum“

Leigubílaþjónusta | 14. mars 2024

Innviðaráðherra telur eðlilegt að Samgöngustofa fari ofan í saumana á …
Innviðaráðherra telur eðlilegt að Samgöngustofa fari ofan í saumana á málinu. mbl.is/Unnur Karen

„Það er algert lágmark að farið sé að lögum, réttum leikreglum og verklagi og það gildir að sjálfsögðu um leigubílanám eins og allt annað. Síðan er það hin sjálfstæða eftirlitsstofnun, Samgöngustofa, sem fer með eftirlitið. Það er afstaða mín sem ráðherra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður um viðbrögð við ástandinu á leigubílamarkaði. Í ljós hefur komið að algengt er að útlendingar komist í gegnum svokölluð „harkarapróf“ með svindli.

„Það er algert lágmark að farið sé að lögum, réttum leikreglum og verklagi og það gildir að sjálfsögðu um leigubílanám eins og allt annað. Síðan er það hin sjálfstæða eftirlitsstofnun, Samgöngustofa, sem fer með eftirlitið. Það er afstaða mín sem ráðherra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður um viðbrögð við ástandinu á leigubílamarkaði. Í ljós hefur komið að algengt er að útlendingar komist í gegnum svokölluð „harkarapróf“ með svindli.

„Samgöngustofa er sjálfstæður eftirlitsaðili með þessu og ber ábyrgð á að sinna því. Ráðuneytið hefur síðan eftirlit með sínum stofnunum,“ segir hann.

Alvarlegt ef svindlað var

Spurður um möguleg viðbrögð við því að útlendingar hafi aflað sér leigubílaréttinda með því að svindla á prófum segir Sigurður Ingi alvarlegt ef svo sé.

Kemur til greina að afturkalla þessi leyfi og láta menn gangast undir próf með réttum hætti?

„Ég held að það sé fullkomlega eðlilegt að Samgöngustofa fari ofan í saumana á þessu máli, kanni það, upplýsi okkur um stöðuna og svari fyrir það hvernig þetta er, áður en ráðherra fer að tjá sig um það,“ segir hann.

„Samgöngustofa fer með framkvæmd laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem undir þau heyra, þar á meðal útgáfu atvinnuleyfa, rekstrarleyfa, eftirlit með leyfishöfum og námskeiðahald,“ segir Sigurður Ingi og bendir á að af því leiði að það sé í hennar höndum að svara til um það ef komin sé upp sú staða að það sé ekki gert með réttum hætti. „Það er hluti af því sem við gerum í ráðuneytinu að kalla eftir upplýsingum um slíkt.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is