Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti í dag að hún hyggist setja á tímabundna lagasetningu til að koma í veg fyrir skipulagða fólksflutninga.
Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti í dag að hún hyggist setja á tímabundna lagasetningu til að koma í veg fyrir skipulagða fólksflutninga.
Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti í dag að hún hyggist setja á tímabundna lagasetningu til að koma í veg fyrir skipulagða fólksflutninga.
Þar eiga stjórnvöld við þá mikla fjölgun sem hefur orðið á tölu hælisleitenda sem koma til Finnlands yfir landamærin frá Rússlandi. Ríkisstjórnin skilgreinir þessa skipulögðu fólksflutninga sem fjölþáttaógn.
Í drögum lagafrumvarpsins kemur fram að ríkisstjórnin ætli að „hefta móttöku umsókna um alþjóðlega vernd á afmörkuðu svæði á landamærum Finnlands og næsta umhverfis.“ Voru drögin send til samráðs í dag, að því kemur fram í tilkynningu finnsku ríkisstjórnarinnar.
Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands sagði við blaðamenn: „Við höfum áttað okkur á því að yfirvöld þurfa ákveðin tæki til þess að ná stjórn á landamærum ríkisins á landi.“
Ætla finnsk stjórnvöld að löggjöfin nái snöggt og örugglega í gegn. Finnska ríkisstjórnin segir enn fremur:
„Löggjöfinni er ætlað að verða beitt einungis í tilvikum þar sem þörf krefur að berjast gegn aðgerðum sem ætlað er að hafa áhrif á Finnland, og geti dregið úr fullveldi ríkisins og þjóðaröryggi.“ Löggjöfinni er ætlað að gilda mánuð í senn og getur verið framlengd.
Stjórnvöld í Rússlandi höfðu varað Finna við því að gripið yrði til aðgerða í kjölfar þess að Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. Finnar lokuðu fjórum af átta landamærastöðvum við Rússland í nóvember og lokuðu loks öllum stöðvum í lok sama mánaðar.
Eitthvað var slakað á þeim lokunum 14. desember, en fljótlega var tekin ákvörðun aftur um að loka landamærum ríkjanna tveggja.
Eitthvað um 1.300 hælisleitendur komu til Finnlands í gegnum Rússland í nóvember, desember og janúar, samkvæmt opinberum tölum í Finnlandi. Stjórnvöld í Helsinki segja för hælisleitenda vera skipulagða af Kremlverjum en ríkin tvö deila 1.340 kílómetra löngum landamærum.
„Við verðum að gera ráð fyrir því að þessi staða geti versnað,“ sagði Orpo forsætisráðherra Finnlands í dag.