Hryðjuverkalöggjöfin geti verið endurskoðuð

Ákært fyrir hryðjuverk | 15. mars 2024

Hryðjuverkalöggjöfin geti verið endurskoðuð

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra útilokar ekki að hryðjuverkalöggjöfin geti verið endurskoðuð í kjölfar þess að ekki náðist að sakfella þá tvo sem ákærðir voru í hryðjuverkamálinu.

Hryðjuverkalöggjöfin geti verið endurskoðuð

Ákært fyrir hryðjuverk | 15. mars 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, telur mögulegt að hryðjuverkalög verði endurskoðuð í …
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, telur mögulegt að hryðjuverkalög verði endurskoðuð í kjölfar dóms héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í vikunni. mbl.is/Eyþór

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra úti­lok­ar ekki að hryðju­verka­lög­gjöf­in geti verið end­ur­skoðuð í kjöl­far þess að ekki náðist að sak­fella þá tvo sem ákærðir voru í hryðju­verka­mál­inu.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra úti­lok­ar ekki að hryðju­verka­lög­gjöf­in geti verið end­ur­skoðuð í kjöl­far þess að ekki náðist að sak­fella þá tvo sem ákærðir voru í hryðju­verka­mál­inu.

Í dóm­in­um seg­ir að ekki hafi tek­ist að sanna „ótví­rætt“ að þeir hafi verið að und­ir­búa hryðju­verk.

Lög­gjöf end­ur­skoðuð þegar veik­leik­ar komi í ljós

„Ég tel það al­veg ein­boðið að við mun­um skoða þetta í kjöl­far þess­ar­ar niður­stöðu, þótt eng­in ákvörðun hafi verið tek­in um það. Það er mjög oft gert eft­ir niður­stöðu í sam­bæri­leg­um mál­um. Þegar veik­leik­ar í lög­gjöf koma fram er full ástæða til þess að skoða það.“

Þetta sagði Guðrún við blaðamann mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. 

Sönn­un­ar­kraf­an minni í dönsku fyr­ir­mynd lag­anna

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, hef­ur nefnt þá veik­leika sem hann tel­ur í lög­gjöf­inni. Fram kom í mál­flutn­ingi hans fyr­ir dómi að ís­lensku hryðju­verka­lög­in séu feng­in að danskri fyr­ir­mynd. Vísuðu bæði hann og verj­end­ur til dóma­for­dæm­is í Dan­merk­ur máli sínu til stuðnings.

Í niður­stöðum dóms­ins sjálfs var sér­stak­lega tekið fram að for­senda þess að unnt sé að sak­fella ákærðu fyr­ir til­raun til hryðju­verka er að þeir hafi „ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að fram­kvæmd brots­ins.“

Í dómi héraðsdóms er gefið til kynna að sönn­un­ar­kröf­ur geti verið minni í dönsk­um rétti þegar ásetn­ing­ur er met­inn. Voru sak­born­ing­ar látn­ir njóta vaf­ans um það.

mbl.is