Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu.
Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu.
Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu.
Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki, en í ljós hefur komið að útlendingar sækja mjög í að afla sér þessara réttinda, hafa setið námskeið á íslensku og tekið próf, án þess að tala stakt orð í tungumálinu, eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu undanfarna daga.
Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.
Í lögum um leigubílaakstur er m.a. gerð krafa um að þeir sem slík réttindi hljóta þurfi að skila inn hreinu sakavottorði og til að leyfi sé veitt þurfi að hafa verið liðin fimm ár frá minniháttar refsiverðu broti, en tíu ár ef brotið var meiriháttar. Leigubílstjórar sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa velt upp þeirri spurningu hvaðan hinir erlendu bílstjórar fái sakavottorðin ef þeir hafa búið hér skemur en fimm til tíu ár og hvort réttmæti þeirra sé sannreynt með einhverjum hætti.
Greint hefur verið frá því að Tyrki hafi framvísað erlendu sakavottorði sem hann er sagður hafa keypt, ásamt ökuskírteini.
Vinnumálastofnun hefur greitt fyrir námskeið til leigubílaaksturs, en slíkt námskeið tekur tvo daga og kostar 49.500 krónur.
Segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar að stofnunin styrki oft þá sem séu í atvinnuleit til að fara á ýmis námskeið til þess að bæta stöðu þeirra og auka möguleika á vinnumarkaði.
Þetta vinnumarkaðsúrræði segir hún þó ekki eiga við um hælisleitendur, heldur einungis þá sem séu í atvinnuleit og eigi sér sögu á vinnumarkaði og hafi farið á atvinnuleysisbætur. Þetta eigi bæði við um Íslendinga og útlendinga.
Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, gjaldtaka hafi verið óheyrileg og dæmi nefnd um 150.000 króna gjald á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.