Pútín greiddi atkvæði á netinu

Úkraína | 15. mars 2024

Pútín greiddi atkvæði á netinu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti greiddi atkvæði í forsetakosningunum þar í landi á netinu. Myndir frá stjórnvöldum í Kreml sýndu Pútín greiða atkvæði sitt í gegnum tölvu á skrifstofu sinni og veifaði hann í myndavélina af því tilefni.

Pútín greiddi atkvæði á netinu

Úkraína | 15. mars 2024

Pútín á skrifstofu sinni fyrr í dag.
Pútín á skrifstofu sinni fyrr í dag. AFP/Pavel Byrkin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti greiddi atkvæði í forsetakosningunum þar í landi á netinu. Myndir frá stjórnvöldum í Kreml sýndu Pútín greiða atkvæði sitt í gegnum tölvu á skrifstofu sinni og veifaði hann í myndavélina af því tilefni.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti greiddi atkvæði í forsetakosningunum þar í landi á netinu. Myndir frá stjórnvöldum í Kreml sýndu Pútín greiða atkvæði sitt í gegnum tölvu á skrifstofu sinni og veifaði hann í myndavélina af því tilefni.

Kosningarnar eru haldnir á sama tíma og stríð geisar á milli Rússa og Úkraínumanna og fara kosningarnar m.a. fram á svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið.

Rússar handtóku að minnsta kosti 13 manns fyrir skemmdarverk á kjörstöðum á fyrsta degi forsetakosninganna, að sögn embættismanna.

Allar líkur eru á því að Pútín tryggi sér áframhaldandi völd næstu sex árin að lokinni atkvæðagreiðslunni, sem stendur yfir í þrjá daga.

mbl.is