„Ég get sagt það að í öllum þjónustustörfum, hvort sem það er inn á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum, strætó, leigubílum og jafnvel veitingastöðum væri eðlilegt að fólk talaði íslensku í meira mæli en það gerir í dag.“
„Ég get sagt það að í öllum þjónustustörfum, hvort sem það er inn á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum, strætó, leigubílum og jafnvel veitingastöðum væri eðlilegt að fólk talaði íslensku í meira mæli en það gerir í dag.“
„Ég get sagt það að í öllum þjónustustörfum, hvort sem það er inn á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum, strætó, leigubílum og jafnvel veitingastöðum væri eðlilegt að fólk talaði íslensku í meira mæli en það gerir í dag.“
Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra við blaðamann mbl.is að afloknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Sigurður Ingi var spurður hvort hann muni styðja við tillögu Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að krafa verði gerð um íslenskukunnáttu þegar leyfi til leigubílaakstur eru veitt.
Sigurður Ingi sagði eðlilegt að fara yfir þau mál samhliða endurskoðun laga. „Ég hef ekki séð þessa fyrirhuguðu vinnu. Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að skoða það í samhengi við fyrirhugaða endurskoðun á lögunum.“
Sigurður Ingi vildi taka fram að það sé hluti heildarsýnar ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum að gefa fólki af erlendum uppruna betri kost á því að læra íslensku, samhliða því að geta gert kröfu um íslenskukunnáttu í einhverjum tilvikum.
Leyfisveitingar í leigubílaakstri ættu því að skoðast í því heildarsamhengi.