Nefndi Navalní á nafn

Al­ex­ei Navalní | 17. mars 2024

Nefndi Navalní á nafn

Vladimír Pútín Rússlandsforseti nefndi rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní með nafni í sjónvarpsávarpi sínu fyrr í kvöld.

Nefndi Navalní á nafn

Al­ex­ei Navalní | 17. mars 2024

Þetta er í fyrsta sinn í fleiri ár þar sem …
Þetta er í fyrsta sinn í fleiri ár þar sem að Vladimír Pútín Rússlandsforseti nefnir stjórnarandstæðninginn Alexei Navalní með nafni. AFP/Natalia Kolesnikova

Vladimír Pútín Rússlandsforseti nefndi rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní með nafni í sjónvarpsávarpi sínu fyrr í kvöld.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti nefndi rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní með nafni í sjónvarpsávarpi sínu fyrr í kvöld.

Sagði Pútín að andlát Navalnís hefði verið sorglegur atburður og að hann hefði verið reiðubúinn til þess að láta Navalní lausan úr fangelsi í fangaskiptum við Vesturveldin. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín vísar til Navalnís með nafni í fleiri ár.

Með yfirburði frá fyrstu tölum

Þegar þetta er ritað er búið að telja um fjórðung greiddra atkvæða í forsetakosningunum í Rússlandi. Segir landskjörstjórn að Pútín sé með 87% gildra atkvæða eftir fyrstu tölur. Þar með hefur hann tryggt sér sigur og önnur sex ár í forsetastólnum.

Yfirvöld í Póllandi hafa fordæmt kosningarnar og sögðu þær ólöglegar og hvorki frjálsar né heiðarlegar. 

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, óskaði Pútín kaldhæðnislega til hamingju með „stórsigurinn“ þegar á föstudaginn, þar sem ljóst þótti hver niðurstaða kosninganna yrði þá þegar.

Þó að þrír væru í framboði gegnt Pútín var enginn þeirra talinn nægilegur þungavigtarmaður til þess að geta staðið í vegi fyrir Pútín. Stuðningsmenn Navalnís hafa mótmælt víðs vegar um Rússland gegn kosningunum og Pútín.

Pútín sagði í ávarpi sínu mótmælin ekki hafa haft nein áhrif og að það verði „séð um“ þau sem lögðu það á sig að skemma kjörseðla. 

Sammála fangaskiptum

Fyrrverandi forseti Rússlands, Dmitrí Medvedev, hefur óskað Pútín til hamingju með sigurinn.

Pútín þakkaði rússnesku þjóðinni fyrir stuðninginn í ávarpi sínu þar sem hann nefndi Navalní með nafni. 

„Hvað herra Navalní varðar. Já, hann lést. Það er sorglegur atburður,“ sagði hann og bætti við: 

„Nokkrum dögum fyrir andlát herra Navalnís, bar samstarfsfólk mitt undir mig þá hugmynd að láta Navalní lausan í staðinn fyrir einhvern sem er í fangelsi á Vesturlöndum. Ég sagðist vera sammála þeirri hugmynd.“

mbl.is