Laxafléttur í sinneps- og hunangssósu sem munu slá í gegn

Uppskriftir | 18. mars 2024

Laxafléttur í sinneps- og hunangssósu sem munu slá í gegn

Hér erum við komin með hinn fullkomna mánudagsrétt, einstakar laxafléttur í sinneps- og hunangssósu bakaðar í bökunarpappírsbátum. Eldunaraðferðin er alveg einstök og síðan er laxinn svo hollur og góður. Þið eigið eftir að kolfalla fyrir þessum laxafléttum. Uppskriftin kemur úr smiðju Instagram-síðu Mediterranean diet plan en þar birtast margar uppskriftir að girnilegum og hollum réttum sem gaman er að prófa.

Laxafléttur í sinneps- og hunangssósu sem munu slá í gegn

Uppskriftir | 18. mars 2024

Þið eigið eftir að kolfalla fyrir þessum laxafléttum í sinneps- …
Þið eigið eftir að kolfalla fyrir þessum laxafléttum í sinneps- og hunangssósu. Samsett mynd

Hér erum við kom­in með hinn full­komna mánu­dags­rétt, ein­stak­ar laxaflétt­ur í sinn­eps- og hun­angssósu bakaðar í bök­un­ar­papp­írs­bát­um. Eld­un­araðferðin er al­veg ein­stök og síðan er lax­inn svo holl­ur og góður. Þið eigið eft­ir að kol­falla fyr­ir þess­um laxaflétt­um. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju In­sta­gram-síðu Med­iterra­ne­an diet plan en þar birt­ast marg­ar upp­skrift­ir að girni­leg­um og holl­um rétt­um sem gam­an er að prófa.

Hér erum við kom­in með hinn full­komna mánu­dags­rétt, ein­stak­ar laxaflétt­ur í sinn­eps- og hun­angssósu bakaðar í bök­un­ar­papp­írs­bát­um. Eld­un­araðferðin er al­veg ein­stök og síðan er lax­inn svo holl­ur og góður. Þið eigið eft­ir að kol­falla fyr­ir þess­um laxaflétt­um. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju In­sta­gram-síðu Med­iterra­ne­an diet plan en þar birt­ast marg­ar upp­skrift­ir að girni­leg­um og holl­um rétt­um sem gam­an er að prófa.

Laxaflétt­ur í sinn­eps- og hun­angssósu

Fyr­ir 2-3

  • 2 stk. fersk laxa­flök (400-500 g)
  • 1/​4 bolli ólífu­olía
  • 2 msk. hun­ang
  • 1 msk. sinn­ep
  • 3-4 stk. pressuð hvít­lauksrif
  • ½ bolli söxuð stein­selja og kórí­and­er
  • Salt, svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • 1-2 stk. sítr­ón­ur skorn­ar í þunn­ar sneidd­ar
  • Val­hnet­ur eft­ir smekk ef vill
  • Fersk stein­selja, smátt söxuð, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið sam­an í skál ólífu­olíu, hun­angi, sinn­epi, hvít­lauksrif­un­um, stein­selju, salt, pip­ar og kórí­and­er.
  2. Hitið ofn­inn í 180°C hita.
  3. Skerið laxa­flök­in í um það bil 4-5 cm bita.
  4. Skerið hvern laxa­bita í 3 „ræm­ur“
  5. Búðið til fal­lega fléttu úr ræmun­um, sjá In­sta­gram-mynd­bandið hér fyr­ir neðan.
  6. Setjið 2 sítr­ónusneiðar í miðjuna á bök­un­ar­papp­írn­um og toppið þær með flétt­unni.
  7. Hellið marín­er­ing­unni yfir lax­inn og dreifið henni vel yfir all­an lax­inn með pensli.
  8. Brjótið hvora hlið bök­un­ar­papp­írs­ins að lax­in­um og bindið báða end­ana með línþræði.
  9. End­ur­takið fyr­ir hverja  „fléttu“ og bök­un­ar­papp­írs­bát.
  10. Setjið bök­un­ar­papp­ír­inn með lax­in­um í, á ofnskúff­una og bakið í um það bil 15-20 mín­út­ur.
  11. Eft­ir bakst­ur stráið söxuðum val­hnet­um og saxaðri stein­selju yfir (val­frjálst).
  12. Berið fram með til dæm­is með bakaðri sætri kart­öflu og fersku sal­at eft­ir smekk.


  

mbl.is