Vladimír Pútín Rússlandsforseti vann forsetakosningarnar í landinu örugglega eins og spáð hafði verið. Þegar búið var að telja 99% atkvæða hafði hann hlotið 87 prósent atkvæða, samkvæmt opinberum tölum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vann forsetakosningarnar í landinu örugglega eins og spáð hafði verið. Þegar búið var að telja 99% atkvæða hafði hann hlotið 87 prósent atkvæða, samkvæmt opinberum tölum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vann forsetakosningarnar í landinu örugglega eins og spáð hafði verið. Þegar búið var að telja 99% atkvæða hafði hann hlotið 87 prósent atkvæða, samkvæmt opinberum tölum.
Sigurinn er sá stærsti til þessa í landinu en Pútín hlaut enga alvöru keppni í kosningunum.
„Mig langar að þakka ykkur öllum og öllum ríkisborgurum landsins fyrir stuðninginn og traustið,” sagði Pútín á blaðamannafundi í Moskvu, höfuðborg Rússlands, snemma í morgun eftir að kjörstöðum hafði verið lokað.
„Það skiptir engu máli hver það er eða hversu mikið þau vilja hræða okkur, það skiptir engu máli hver það er eða hversu mikið þau vilja bæla okkur niður, okkar vilja, okkar vitund – engum mun takast nokkurt slíkt í sögunni. Það virkar ekki núna og mun ekki virka í framtíðinni. Aldrei,” bætti Pútín við.
Pútín, sem er 71 árs, verður þar með sá leiðtogi sem hefur lengst setið við völd í landinu í rúm 200 ár.
Allir helstu andstæðingar hans eru annaðhvort látnir, í fangelsi eða eru í útlegð. Forsetinn hefur barist linnulaust gegn öllum þeim sem gagnrýna opinberlega setu hans í valdastóli eða hernað Rússa í Úkraínu.