Sá stærsti síðan í október

Bárðarbunga | 18. mars 2024

Sá stærsti síðan í október

Jarðskjálftinn upp á 4,4 stig sem varð í Bárðarbungu skömmu eftir miðnætti er sá stærsti síðan 4. október í fyrra þegar skjálfti að stærðinni 4,9 reið þar yfir.  

Sá stærsti síðan í október

Bárðarbunga | 18. mars 2024

Horft til norðausturs frá Jökulheimum yfir Jökulgrindur þar sem Tungnaá …
Horft til norðausturs frá Jökulheimum yfir Jökulgrindur þar sem Tungnaá á upptök sín í Tungnaárjökli. Í fjarska sjást Hágöngur, Bárðarbunga, Hamarinn og Kerlingar snævi þakin. Ljósmynd/Andri Gunnarsson

Jarðskjálftinn upp á 4,4 stig sem varð í Bárðarbungu skömmu eftir miðnætti er sá stærsti síðan 4. október í fyrra þegar skjálfti að stærðinni 4,9 reið þar yfir.  

Jarðskjálftinn upp á 4,4 stig sem varð í Bárðarbungu skömmu eftir miðnætti er sá stærsti síðan 4. október í fyrra þegar skjálfti að stærðinni 4,9 reið þar yfir.  

Alls mældust fjórir skjálftar yfir 4 að stærð á síðasta ári.

Átta jarðskjálftar hafa mælst í Bárðarbungu í skjálftahringunni í nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Hann segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu mála í Bárðarbungu eins og staðan er núna og segir virkni sem þessa frekar algenga.

Frá áramótum hafa níu jarðskjálftar mælst þar yfir 3 að stærð.

mbl.is