Sindri mættur til Þrándheims og spennan stigmagnast

Bocuse d´Or | 18. mars 2024

Sindri mættur til Þrándheims og spennan stigmagnast

Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður og núverandi Kokkur ársins er mættur með Bocuse d’Or teymið sitt til Þrándheims í Noregi þar sem hann keppir fyr­ir Íslands hönd í undan­keppni Bocuse d'Or. Alls taka 20 þjóðir þátt í undan­keppn­inni og 10 efstu kepp­end­ur kom­ast í úr­slita­keppn­ina sem haldin verður í Lyon.

Sindri mættur til Þrándheims og spennan stigmagnast

Bocuse d´Or | 18. mars 2024

Bocuse d’Or teymið mætt til Þrándheims, Þráinn Freyr Vigfússon, Sindri …
Bocuse d’Or teymið mætt til Þrándheims, Þráinn Freyr Vigfússon, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Hinrik Örn Halldórsson og Sigurjón Bragi Geirsson. Ljósmynd/Sigurjón Bragi

Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður og núverandi Kokkur ársins er mættur með Bocuse d’Or teymið sitt til Þrándheims í Noregi þar sem hann keppir fyr­ir Íslands hönd í undan­keppni Bocuse d'Or. Alls taka 20 þjóðir þátt í undan­keppn­inni og 10 efstu kepp­end­ur kom­ast í úr­slita­keppn­ina sem haldin verður í Lyon.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður og núverandi Kokkur ársins er mættur með Bocuse d’Or teymið sitt til Þrándheims í Noregi þar sem hann keppir fyr­ir Íslands hönd í undan­keppni Bocuse d'Or. Alls taka 20 þjóðir þátt í undan­keppn­inni og 10 efstu kepp­end­ur kom­ast í úr­slita­keppn­ina sem haldin verður í Lyon.

Í teyminu hans Sindra eru Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari og eigandi ÓX, Hinrik Örn Halldórsson, sem verður aðstoðarmaður Sindra í búrinu og þjálfari Sindra sem og meðeigandi hans að veisluþjónustunni Flóru, Sigurjón Bragi Geirsson matreiðslumaður. Þráinn og Sigurjón hafa báðir keppt í Bocuse d’or og náð framúrskarandi árangri.

Hefja keppni í fyrramálið

„Við erum að byrja keppnina klukkan 9.00 í fyrramálið og fyrstu skil á hreindýri og ákavíti eru klukkan 13.55 og næstu skil klukkan 14.30 sem er fat sem saman stendur af þorski og hörpuskel,“ segir Sindri spenntur, en undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið í nokkra mánuði.

Aðalkeppnin verður í Lyon

„Þetta er stærsta matreiðslukeppnin í heiminum verður haldin á mismunandi stöðum í Evrópu fyrir Evrópukeppnina en aðalkeppnin er verður haldin í Lyon í Frakklandi í janúar á næsta ári,“ segir Sindri sem ætlar sér stóra hluti. Sindri stefnir að því að fara alla leið. Margir af stærstu kokkum í heiminum eru í kringum keppnina og má þar nefna Paul Bocuse, Rasmus Kofoed, Claire Smith og Thomas Keller svo fáir séu nefndir.

Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu

Fyrir áhugasama má fylgjast með keppninni í fyrramálið í beinni útsendingu hér.

Jafnframt má fylgjast með teyminu á Instagram-síðum þeirra hér:

@sindri_gs, @sigurjóngeirsson og @thrainnfreyr

mbl.is