Parísarborg er þekkt fyrir að vera mikil tískuborg, enda hafa mörg af frægustu tískuhúsum heims sprottið upp þar. Einfaldleiki og fágað yfirbragð einkennir franska tísku sem heillar marga.
Parísarborg er þekkt fyrir að vera mikil tískuborg, enda hafa mörg af frægustu tískuhúsum heims sprottið upp þar. Einfaldleiki og fágað yfirbragð einkennir franska tísku sem heillar marga.
Parísarborg er þekkt fyrir að vera mikil tískuborg, enda hafa mörg af frægustu tískuhúsum heims sprottið upp þar. Einfaldleiki og fágað yfirbragð einkennir franska tísku sem heillar marga.
Á dögunum birtist viðtal við frönsku tískugyðjuna Jeanne Damas á ferðavef Condé Nast Traveller þar sem hún gaf lesendum góð ráð þegar kemur að tískunni í Parísarborg. Hún birti lista yfir átta flíkur sem eru ómissandi í París og eiga því heima í ferðatösku tískudrottninga sem hyggjast heimsækja borgina.
1. Einfaldur blazer-jakki
Ef það er eitthvað sem setur punktinn yfir i-ið á dressinu þá er það góður blazer-jakki. Það eru mikil notagildi í slíkum jakka, en hann passar bæði við gallabuxur og einfaldan topp en líka við fína kjóla og er því ómissandi í ferðatöskuna.
2. Klassískar gallabuxur
Franskar konur eru sérfræðingar þegar kemur að góðum gallabuxum. Damas mælir með að allir taki með sér að minnsta kosti einar góðar gallabuxur sem eru með beinu sniði og í hinum klassíska fagurbláa gallabuxnalit.
3. Þægilegir en fínir skór
Franskar konur eru þekktar fyrir að þurfa aldrei að skipta um skó – þær velja klassíska og þægilega skó sem eru samt fínir og þær geta enst í allan daginn.
4. Tímalaus frakki
Trench-frakkinn er tímalaus flík sem virðist aldrei fara úr tísku. Klassískur trench-frakki klikkar aldrei og passar við flest dress, en þar að auki er hann hentugur fyrir ýmis veðurskilyrði sem er alltaf plús.
5. Hin fullkomna taska
Það getur verið snúið að finna hina fullkomnu tösku fyrir ferðalagið. Damas hefur þó komist að því að klassíska axlartaskan sé best – hún er nógu stór fyrir það allra nauðsynlegasta án þess að vera of fyrirferðamikil.
6. Fylgihlutur sem grípur augað
Damas mælir með því að velja einn fylgihlut sem vekur athygli og tekur dressið upp á næsta stig. Til dæmis litríkur trefill, falleg silkislæða, glitrandi eyrnalokkar eða klassískt úr.
7. Navy-blá peysa
Klassískar prjónapeysur eru ómissandi í ferðatöskuna. Navy-blái liturinn passar fullkomlega inn í franska tískuheiminn og passar við nánast allt!
8. Kjóll sem þú dressar upp og niður
Að lokum er nauðsynlegt að pakka fallegum kjól sem hentar bæði að degi til og fram á kvöld. Það þarf að vera auðvelt að dressa kjólinn upp og niður, til dæmis með því að skipta úr flottum strigaskóm yfir í fallega hælaskó um kvöldið.