Mjólkurlaus súkkulaðipáskaegg fyrir bragðarefi

Uppskriftir | 19. mars 2024

Mjólkurlaus súkkulaðipáskaegg fyrir bragðarefi

Nú þegar styttist í páskahátíðina sem sumir kalla hátíð bragðarefanna. Þar eru súkkulaðieggin gjarnan í forgrunni og allir súkkulaðiunnendur bíða spenntir að finna sitt uppáhalds til að njóta um hátíðirnar. Margir versla sér sitt draumaegg og sumir búa til sitt eigið. Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi og jógakennari sem heldur úti lífsstílssíðunni Heilsa og vellíðan gerir sitt eigið páskaegg og vill hafa það án sætu og mjólkurvara.

Mjólkurlaus súkkulaðipáskaegg fyrir bragðarefi

Uppskriftir | 19. mars 2024

Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi býður lesendum upp á uppskrift að …
Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi býður lesendum upp á uppskrift að mjólkurlausum súkkulaðipáskaeggjum. Samsett mynd

Nú þegar stytt­ist í páska­hátíðina sem sum­ir kalla hátíð bragðaref­anna. Þar eru súkkulaðiegg­in gjarn­an í for­grunni og all­ir súkkulaðiunn­end­ur bíða spennt­ir að finna sitt upp­á­halds til að njóta um hátíðirn­ar. Marg­ir versla sér sitt drauma­egg og sum­ir búa til sitt eigið. Anna Guðný Torfa­dótt­ir heil­su­markþjálfi og jóga­kenn­ari sem held­ur úti lífs­stílssíðunni Heilsa og vellíðan ger­ir sitt eigið páska­egg og vill hafa það án sætu og mjólk­ur­vara.

Nú þegar stytt­ist í páska­hátíðina sem sum­ir kalla hátíð bragðaref­anna. Þar eru súkkulaðiegg­in gjarn­an í for­grunni og all­ir súkkulaðiunn­end­ur bíða spennt­ir að finna sitt upp­á­halds til að njóta um hátíðirn­ar. Marg­ir versla sér sitt drauma­egg og sum­ir búa til sitt eigið. Anna Guðný Torfa­dótt­ir heil­su­markþjálfi og jóga­kenn­ari sem held­ur úti lífs­stílssíðunni Heilsa og vellíðan ger­ir sitt eigið páska­egg og vill hafa það án sætu og mjólk­ur­vara.

„Í til­efni þess að páska­hátíðin nálg­ast óðfluga fannst mér til­valið að deila með les­end­um mat­ar­vefs mbl.is upp­skrift að heima­gerðum páska­eggj­um sem eru bæði laus við unna sætu og mjólk­ur­vör­ur,“ seg­ir Anna með bros á vör.

Besta sem ég hef smakkað

„Ég ákvað að fara að gera til­raun­ir í eld­hús­inu og út­búa mitt eigið páska­egg. Þetta súkkulaði er með því betra sem ég hef gert og mun það ef­laust verða til í fryst­in­um reglu­lega hjá mér hér eft­ir. Það minn­ir bara heil­mikið á þetta hefðbundna páska­eggjamjólk­ursúkkulaði og er það besta sem ég hef smakkað.“

Önnu finnst sam­veru­stund­in við páska­eggja­gerðina ekki síðri en að njóta góðgæt­is­ins. „Ástæðan fyr­ir því að ég vil út­búa mín eig­in páska­egg er sú að mér finnst það mjög skemmti­leg sam­veru­stund með barn­inu mínu en einnig að geta verið al­gjör­lega meðvituð um hvaða hrá­efni páska­eggið mitt inni­held­ur. Ég hef ekki enn þá fundið það páska­egg úti í búð sem er bæði mjólk­ur­laust og inni­held­ur ekki unna sætu. Sjálf hef ég lifað syk­ur­laus­um lífs­stíl í meira en 10 ár og það skipt­ir mig miklu máli að halda áfram að njóta alls kyns góðgæt­is á heil­næm­an máta. Fyr­ir mig sjálfa hef­ur það verið mér afar mikið gæfu­spor að hreinsa mataræðið mitt af unn­inni sætu og hef ég lagt mikið upp úr því að næra barnið mitt á sem hrein­ast­an máta. Í dag er það mér hjart­ans mál að hjálpa fólki að taka þetta spor og leyfa því að upp­lifa hvað ger­ist þegar maður hreins­ar mataræðið sitt af helstu óþolsvöld­um. Auðvitað erum við öll ólík og hver og einn verður að hlusta á sinn lík­ama, en ég fann alltaf á mér hér áður fyrr að ég varð þreytt, orku­laus og verkjuð í lík­am­an­um þegar ég var að borða unna sætu, glút­en og mjólk­ur­vör­ur. Það sem ég fann mest fyr­ir með syk­ur­inn er að ég upp­lifði mikla fíkn í meiri syk­ur og meira rusl­fæði.“

Falleg eggin hennar Önnu Guðnýjar.
Fal­leg egg­in henn­ar Önnu Guðnýj­ar. Ljós­mynd/​Anna Guðný Torfa­dótt­ir

Frá­bært að gera sitt eigið páska­egg

„Það sem er frá­bært við að gera sitt eigið páska­egg er að þú get­ur smakkað súkkulaðið til sjálf/ur, sett það nammi sem þú vilt í páska­eggið og valið þér páska­eggja­f­orm í þeirri stærð sem þig lyst­ir til. Ég keypti mitt form í Söstrene Grene á sín­um tíma en er ekki með það á hreinu hvort það fá­ist svo­leiðis þar í dag. Mig grun­ar þó sterk­lega að svona form fá­ist í Köku­hús­inu,“ seg­ir Anna og bæt­ir við að það sé mun auðveld­ara að gera sitt eigið egg en marga grun­ar. „Vert er að geta þess að ég notaði kó­kos­mjólk í dós sem var við stofu­hita. Ég hristi hana áður en ég opnaði hana og þá varð hún þykk­ari og kremaðri en kó­kos­mjólk sem að maður not­ar til drykkj­ar. Einnig er mik­il­vægt að nefna það að ef þú finn­ur ekki kasjúhnetu­smjör þá kem­ur möndl­u­smjör ör­ugg­lega vel út í staðinn, það má ávallt finna lausn­ir við öllu,“ seg­ir Anna að lok­um og deil­ir hér með les­end­um upp­skrift­inni að sínu upp­á­hald­spáska­eggi.

Í eggjunum eru málshættir og hollustu nammi eins og hnetur …
Í eggj­un­um eru máls­hætt­ir og holl­ustu nammi eins og hnet­ur og þurrkaðir ávext­ir. Ljós­mynd/​Anna Guðný Torfa­dótt­ir

Mjólk­ur­laus súkkulaðipáska­egg

  • 100 ml kó­kosol­ía
  • 50 ml kakós­mjör
  • 60-70 ml döðlus­íróp
  • 3,5 msk. kakó
  • 2 msk. kó­kos­mjólk*
  • 1 msk. kasjúhnetu­smjör**
  • ½ tsk. vanillu­duft
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða kó­kosol­í­una og kakós­mjörið. Leyfið þessu að ná stofu­hita.
  2. Hrærið síðan öll­um inni­halds­efn­un­um sam­an með písk í skál.
  3. Leyfið súkkulaðinu að kólna aðeins, það er gott að setja það jafn­vel á aðeins kald­ari stað eins og t.d. út í glugga eða ör­stutt inn í ís­skáp. Þá nær það að þykkna aðeins og það verður auðveld­ara að smyrja páska­eggja­f­ormið með því.
  4. Anna notaði páska­eggjasili­kon­form.
  5. Gott er að setja páska­eggja­f­ormið í fryst­ir­inn áður en maður set­ur súkkulaðið í það. Þegar að súkkulaðið hef­ur orðið aðeins þykk­ara þá setjið þið súkkulaðið ofan í með skeið og passið að það sé nóg af því á alla kanta.
  6. Ef að þið hafið ekki þol­in­mæði til að bíða eft­ir að súkkulaðið kólni þá getið þið al­veg sett það í formið strax en þið þurfið þá að gera marg­ar um­ferðir og að snúa form­inu á alla kanta til að súkkulaðið nái á all­ar hliðar eggs­ins. Þið setjið síðan smá súkkulaði í, frystið takið út aft­ur og setjið meira, frysti aft­ur o.s.frv.
  7. Lyk­il­atriði er að hafa nógu mikla þykkt af súkkulaði á efstu brún­inni, um það bil 0,4 cm, svo að það sé ekki brot­hætt þegar að þið takið það úr form­inu.
  8. Þegar að egg­in eru til­bú­in í form­inu, takið þau þá var­lega úr og festið þau sam­an með því að setja brædd súkkulaði á sam­skeyt­in.
  9. Sniðugt er að setja litla máls­hætti í egg­in, upp­á­halds­hnet­urn­ar ykk­ar, þurrkaða ávexti eða hvað sem ykk­ur dett­ur í hug að setja inn í egg­in. 
mbl.is