„Ekki til þess fallið að auka traust“

Landsbankinn kaupir TM | 20. mars 2024

„Ekki til þess fallið að auka traust“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir ekki traustvekjandi að Bankasýslan hafi ekki fjallað um kaup Landsbankans á TM og óásættanlegt að bankinn beri ekki kaupin undir eigendur hans. 

„Ekki til þess fallið að auka traust“

Landsbankinn kaupir TM | 20. mars 2024

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra seg­ir ekki traust­vekj­andi að Banka­sýsl­an hafi ekki fjallað um kaup Lands­bank­ans á TM og óá­sætt­an­legt að bank­inn beri ekki kaup­in und­ir eig­end­ur hans. 

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra seg­ir ekki traust­vekj­andi að Banka­sýsl­an hafi ekki fjallað um kaup Lands­bank­ans á TM og óá­sætt­an­legt að bank­inn beri ekki kaup­in und­ir eig­end­ur hans. 

Þetta kem­ur fram í opnu bréfi ráðherr­ans til Banka­sýsl­unn­ar sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðsins í dag en stofn­un­in fer með yfir 98% hlut í fé­lag­inu og tæp­lega 100% at­kvæðavægi.

Hyggst bank­inn greiða tæpa 29 millj­arða króna í reiðufé fyr­ir hluta­féð. 

Fjár­málaráðherra hef­ur sagt að hún muni ekki samþykkja kaup­in nema að sölu­ferli á hlut rík­is­ins hefj­ist sam­hliða því.

Sitt sýn­ist þó hverj­um í rík­is­stjórn­inni en ráðherr­ann hef­ur sagt að póli­tísk ein­ing verði að vera fyr­ir hendi til að hefja sölu á bank­an­um. 

Til­kynn­ing bank­ans kom á óvart

Bend­ir ráðherr­ann í bréfi sínu á að stjórn­arsátt­máli rík­is­stjórn­ar­inn­ar kveði á um að dregið verði úr eign­ar­haldi í fjár­mála­kerf­inu og ábat­inn nýtt­ur til fjár­fest­ing­ar í innviðum sam­fé­lags­ins og að hún hafi tjáð sig þann 6. fe­brú­ar um að henni hugn­ist ekki kaup­in. 

Til­kynn­ing bank­ans um kaup á hluta­fé TM trygg­inga hf. hafi því komið ráðherra á óvart en einnig komi á óvart að viðskipt­in hafi ekki verið bor­in und­ir Banka­sýsl­una. 

„Það er ekki til þess fallið að auka traust á eign­ar­haldi rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, hafi mál af þess­um toga ekki fengið um­fjöll­un í stjórn Banka­sýslu rík­is­ins á und­an­förn­um mánuðum.“

Þá bend­ir ráðherra á að í eig­anda­stefnu rík­is­ins komi skýrt fram að kynna skuli Banka­sýsl­unni f.h. eig­anda fyr­ir­ætlan­ir fé­lags um meiri hátt­ar breyt­ing­ar á starf­semi þess. Sömu­leiðis skuli til­kynna um annað sem er á döf­inni hjá fé­lagi og rétt þyki að eig­andi sé upp­lýst­ur um. 

Fjár­mála­fyr­ir­tæki geti upp­lýst ráðuneytið

Hef­ur Þór­dís Kol­brún hlotið gagn­rýni fyr­ir að tjá sig um málið með óform­leg­um hætti eða í véfrétta­stíl og hafa þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar bent á að lengi hafi verið um það kunn­ugt inn­an viðskipta­lífs­ins að Lands­bank­inn hefði hug á kaup­un­um.

Tek­ur ráðherr­ann fram í bréfi sínu að ekki sé gert ráð fyr­ir að fjár­mála­fyr­ir­tæki og ráðuneytið eða ráðherra eigi bein sam­skipti vegna ákv­arðana er snúa að eign­ar­haldi rík­is­ins eða rekstra fé­lag­anna, enda sé það hlut­verk banka­sýsl­unn­ar.

Eins og fram komi í eig­anda­stefnu komi það „þó ekki í veg fyr­ir að fjár­mála­fyr­ir­tæki geti upp­lýst ráðuneytið eða ráðherra um stefnu­mark­andi mál“.

mbl.is