Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir ekki traustvekjandi að Bankasýslan hafi ekki fjallað um kaup Landsbankans á TM og óásættanlegt að bankinn beri ekki kaupin undir eigendur hans.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir ekki traustvekjandi að Bankasýslan hafi ekki fjallað um kaup Landsbankans á TM og óásættanlegt að bankinn beri ekki kaupin undir eigendur hans.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir ekki traustvekjandi að Bankasýslan hafi ekki fjallað um kaup Landsbankans á TM og óásættanlegt að bankinn beri ekki kaupin undir eigendur hans.
Þetta kemur fram í opnu bréfi ráðherrans til Bankasýslunnar sem birtist á vef stjórnarráðsins í dag en stofnunin fer með yfir 98% hlut í félaginu og tæplega 100% atkvæðavægi.
Hyggst bankinn greiða tæpa 29 milljarða króna í reiðufé fyrir hlutaféð.
Fjármálaráðherra hefur sagt að hún muni ekki samþykkja kaupin nema að söluferli á hlut ríkisins hefjist samhliða því.
Sitt sýnist þó hverjum í ríkisstjórninni en ráðherrann hefur sagt að pólitísk eining verði að vera fyrir hendi til að hefja sölu á bankanum.
Bendir ráðherrann í bréfi sínu á að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveði á um að dregið verði úr eignarhaldi í fjármálakerfinu og ábatinn nýttur til fjárfestingar í innviðum samfélagsins og að hún hafi tjáð sig þann 6. febrúar um að henni hugnist ekki kaupin.
Tilkynning bankans um kaup á hlutafé TM trygginga hf. hafi því komið ráðherra á óvart en einnig komi á óvart að viðskiptin hafi ekki verið borin undir Bankasýsluna.
„Það er ekki til þess fallið að auka traust á eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum, hafi mál af þessum toga ekki fengið umfjöllun í stjórn Bankasýslu ríkisins á undanförnum mánuðum.“
Þá bendir ráðherra á að í eigandastefnu ríkisins komi skýrt fram að kynna skuli Bankasýslunni f.h. eiganda fyrirætlanir félags um meiri háttar breytingar á starfsemi þess. Sömuleiðis skuli tilkynna um annað sem er á döfinni hjá félagi og rétt þyki að eigandi sé upplýstur um.
Hefur Þórdís Kolbrún hlotið gagnrýni fyrir að tjá sig um málið með óformlegum hætti eða í véfréttastíl og hafa þingmenn Samfylkingarinnar bent á að lengi hafi verið um það kunnugt innan viðskiptalífsins að Landsbankinn hefði hug á kaupunum.
Tekur ráðherrann fram í bréfi sínu að ekki sé gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki og ráðuneytið eða ráðherra eigi bein samskipti vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstra félaganna, enda sé það hlutverk bankasýslunnar.
Eins og fram komi í eigandastefnu komi það „þó ekki í veg fyrir að fjármálafyrirtæki geti upplýst ráðuneytið eða ráðherra um stefnumarkandi mál“.