Flugfreyja gefur góð ráð við flugþreytu

Ferðaráð | 20. mars 2024

Flugfreyja gefur góð ráð við flugþreytu

Ferðalögum í háloftunum getur fylgt flugþreyta, en algeng einkenni hennar eru erfiðleikar með svefn, þreyta, uppþemba, hægðatregða og höfuðverkur. 

Flugfreyja gefur góð ráð við flugþreytu

Ferðaráð | 20. mars 2024

Þetta eru góð ráð við flugþreytu!
Þetta eru góð ráð við flugþreytu! Ljósmynd/Colourbox

Ferðalögum í háloftunum getur fylgt flugþreyta, en algeng einkenni hennar eru erfiðleikar með svefn, þreyta, uppþemba, hægðatregða og höfuðverkur. 

Ferðalögum í háloftunum getur fylgt flugþreyta, en algeng einkenni hennar eru erfiðleikar með svefn, þreyta, uppþemba, hægðatregða og höfuðverkur. 

Flugfreyjur hafa mikla reynslu úr háloftunum og luma því oft á góðum ferðaráðum, en á dögunum birtist grein á ferðavef Condé Nast Traveller með góðum ráðum við flugþreytu.

Haltu þér vakandi

Ef komutími er síðdegis eða um kvöld á áfangastað mælir fyrrverandi flugfreyjan Bobby Laurie með því að fólk reyni að halda sér vakandi fyrir og í fluginu. Hún segir að það muni auka líkurnar á að fólk finni fyrir þreytu þegar það lendir og geti þar af leiðandi farið beint upp í rúm að sofa þegar það kemur upp á hótel og vaknað endurnært daginn eftir. 

„Ef þú lendir fyrr um daginn skaltu stilla vekjaraklukku og leggja þig. Vaknaðu, njóttu þess sem eftir er dagsins og þú ættir að vera orðin nógu þreytt/ur til að fara að sofa um kvöldið, en þannig stillir þú líkamsklukkuna að núverandi tímabelti,“ bætir hún við. 

Það er mikilvægt að skipuleggja sig í kringum svefninn!
Það er mikilvægt að skipuleggja sig í kringum svefninn! Ljósmynd/Unsplash/Giulia Squillace

Fáðu þér kaffi og banana

Laurie spurði hóp af samstarfsfólki sínu hvað væri besta ráðið til að losna við flugþreytu. Algengasta svarið var að fá sér kaffi, en koffínið gefur auka orku og hjálpar fólki að aðlagast nýju tímabelti. 

Þeir sem drekka ekki kaffi treysta á banana, en hann er stútfullur af vítamínum og náttúrulegum sykri sem gefur góða orku sem endist. 

Kaffi getur hjálpað heilmikið!
Kaffi getur hjálpað heilmikið! Ljósmynd/Unsplash/Denis Zagorodniuc

Farðu út og hreyfðu þig

Laurie ræddi við flugfreyju frá Kaliforníu að nafni Michella Marquez, en hún segir að hreyfing sé ein leið til að halda líkamanum virkum, aðlagast nýju tímabelti og þreyta sig fyrir svefninn. Sjálf er hún dugleg að fara út að ganga til að vinna gegn flugþreytu. 

Hreyfing og útivera geta gert kraftaverk!
Hreyfing og útivera geta gert kraftaverk! Ljósmynd/Unsplash
mbl.is