Ætla að svara Bankasýslunni innan gefins frests

Landsbankinn kaupir TM | 21. mars 2024

Ætla að svara Bankasýslunni innan gefins frests

Bankaráð Landsbankans mun svara beiðni Bankasýslunnar um skýringar varðandi fyrirhuguð kaup bankans á TM. 

Ætla að svara Bankasýslunni innan gefins frests

Landsbankinn kaupir TM | 21. mars 2024

Varaformaður bankaráðs Landsbankans vildi ekki tjá sig um málið að …
Varaformaður bankaráðs Landsbankans vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en segir að vænta megi svars frá bankanum. mbl.is/sisi

Bankaráð Lands­bank­ans mun svara beiðni Banka­sýsl­unn­ar um skýr­ing­ar varðandi fyr­ir­huguð kaup bank­ans á TM. 

Bankaráð Lands­bank­ans mun svara beiðni Banka­sýsl­unn­ar um skýr­ing­ar varðandi fyr­ir­huguð kaup bank­ans á TM. 

Þetta staðfest­ir Berg­lind Svavars­dótt­ir, vara­formaður bankaráðs Lands­bank­ans í sam­tali við mbl. Hún vís­ar í frest sem bankaráðið hafi til að svara beiðninni, en vildi ann­ars ekki tjá sig um málið.

Vildi ekki tjá sig frek­ar um málið

Banka­sýsla rík­is­ins sendi frá sér opið bréf á mánu­dag­inn síðastliðinn þar sem Banka­sýsl­an lýsti von­brigðum með ákv­arðana­töku og upp­lýs­inga­gjöf bankaráðs Lands­bank­ans. 

Þá fór Banka­sýsl­an fram á að bankaráð skili frá sér greina­gerð um viðskipt­inn, aðdrag­anda til­boðsins, fram­vindu þess og ákv­arðana­töku, for­send­um og rök­um viðskipt­anna. 

Sér­stak­lega óskaði Banka­sýsl­an eft­ir áhættumati í kjöl­far kaup­anna og getu bank­ans til þess að greiða arð til hlut­hafa eða ann­ars kon­ar ráðstöf­un­ar á um­frameig­in­fé. 

Banka­sýsl­an bað um að fá greina­gerðina af­henta inn­an sjö daga frá dag­setn­ingu bréfs­ins, eða fram að næsta mánu­dag. 

„Okk­ur var gef­inn sjö daga frest­ur til að svara bréf­inu og við mun­um svara því,“ sagði Berg­lind. 

Berg­lind vildi ekki tjá sig frek­ar um málið að svo stöddu. 

Banka­sýsla rík­is­ins hef­ur áður greint frá því að hún hafi hvorki fengið upp­lýs­ing­ar um fyr­i­r­áætlan­ir Lands­bank­ans að leggja fram skuld­bind­andi til­boð, né um að til­boð hafi verið lagt fram. 

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, efna­hags- og fjár­málaráðherra, sagði á fundi Alþing­is í gær að hún hefði heyrt fyrst af áformun­um í til­kynn­ingu sem birt­ist í fjöl­miðlum. 

Kristrún ýjaði að því að Þór­dís hafi brugðist eft­ir­lits­skyldu sinni á sama fundi. 

mbl.is