Barrymore kýs notalegheit og einfaldleika

TikTok | 21. mars 2024

Barrymore kýs notalegheit og einfaldleika

Bandaríska leikkonan Drew Barrymore kom mörgum á óvart þegar hún sýndi frá heimili sínu í New York-borg á samfélagsmiðlinum TikTok. Heimili leikkonunnar er smekklegt og hlýlegt, án íburðar og glamúrs. Flestir búast við því að sjá glæsileika og glamúr á heimilum Hollywood-stjarna en Barrymore virðist kjósa notalegheit og einfaldleika. 

Barrymore kýs notalegheit og einfaldleika

TikTok | 21. mars 2024

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP

Bandaríska leikkonan Drew Barrymore kom mörgum á óvart þegar hún sýndi frá heimili sínu í New York-borg á samfélagsmiðlinum TikTok. Heimili leikkonunnar er smekklegt og hlýlegt, án íburðar og glamúrs. Flestir búast við því að sjá glæsileika og glamúr á heimilum Hollywood-stjarna en Barrymore virðist kjósa notalegheit og einfaldleika. 

Bandaríska leikkonan Drew Barrymore kom mörgum á óvart þegar hún sýndi frá heimili sínu í New York-borg á samfélagsmiðlinum TikTok. Heimili leikkonunnar er smekklegt og hlýlegt, án íburðar og glamúrs. Flestir búast við því að sjá glæsileika og glamúr á heimilum Hollywood-stjarna en Barrymore virðist kjósa notalegheit og einfaldleika. 

„Ég elska að vera heima hjá mér,“ skrifaði Barrymore við færsluna sem er 15 sekúndna myndskeið. 

Leikkonan, sem gerði garðinn frægan í kvikmyndinni E.T. frá árinu 1982, sýndi fylgjendum sínum inn í eldhúsið sitt, þegar hún spældi sér egg, og kíkti einnig í fataskápinn sinn, sem er mjög hefðbundinn, allavega miðað við fataskápa Kardashian-fjölskyldumeðlima. 

Barrymore gladdi aðdáendur sína og fylgjendur með færslunni, en flestir voru sammála um það hversu ánægjulegt væri að sjá Hollywood-stjörnu í venjulegri íbúð, að gera hversdagslega hluti og bara lifa friðsömu og einföldu lífi. 

Leikkonan býr ásamt tveimur dætrum sínum, Olive og Frankie.

mbl.is