Óviðunandi að ráðið upplýsti ekki Bankasýsluna

Landsbankinn kaupir TM | 21. mars 2024

Óviðunandi að ráðið upplýsti ekki Bankasýsluna

„Það er Bankasýslan sem hefur það hlutverk að sjá um samskipti við fjármálafyrirtæki og hafa eftirlit með framkvæmd eigendastefnu og samningum ríkisins við viðkomandi fyrirtæki. Málefni af þessu tagi hefði þar af leiðandi átt að berast Bankasýslu ríkisins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Alþingi í gær þegar hún flutti þinginu munnlega skýrslu um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku banka.

Óviðunandi að ráðið upplýsti ekki Bankasýsluna

Landsbankinn kaupir TM | 21. mars 2024

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er Banka­sýsl­an sem hef­ur það hlut­verk að sjá um sam­skipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki og hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd eig­enda­stefnu og samn­ing­um rík­is­ins við viðkom­andi fyr­ir­tæki. Mál­efni af þessu tagi hefði þar af leiðandi átt að ber­ast Banka­sýslu rík­is­ins,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í umræðum á Alþingi í gær þegar hún flutti þing­inu munn­lega skýrslu um fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM af Kviku banka.

„Það er Banka­sýsl­an sem hef­ur það hlut­verk að sjá um sam­skipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki og hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd eig­enda­stefnu og samn­ing­um rík­is­ins við viðkom­andi fyr­ir­tæki. Mál­efni af þessu tagi hefði þar af leiðandi átt að ber­ast Banka­sýslu rík­is­ins,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í umræðum á Alþingi í gær þegar hún flutti þing­inu munn­lega skýrslu um fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM af Kviku banka.

Hún sagði að sam­skipti og skipti á upp­lýs­ing­um hefðu ekki verið eins og þau ættu að vera miðað við það fyr­ir­komu­lag sem lagt væri upp með, þ.e. að bankaráð Lands­bank­ans hefði átt að upp­lýsa Banka­sýsl­una um fyr­ir­huguð viðskipti og Banka­sýsl­an síðan að upp­lýsa sig.

„Núna er bankaráð Lands­bank­ans með spurn­ing­ar frá Banka­sýsl­unni sem þau fá sjö daga til að svara. Þegar þær upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir verður hægt að leggja mat á næstu skref því ég hef ekki upp­lýs­ing­ar um það sem Banka­sýsl­an spyr um. Það skipt­ir máli að það liggi fyr­ir til að hægt sé að skoða næstu skref,“ sagði Þór­dís Kol­brún.

Það að bankaráðið hefði ekki upp­lýst Banka­sýsl­una um máls­at­vik eins og því bæri að gera sagði Þór­dís Kol­brún ekki ásætt­an­legt. „Hefði það verið gert hefði at­b­urðarás­in orðið önn­ur,“ sagði hún.

„Rík­is­stjórn­in ætl­ar að klára söl­una á Íslands­banka,“ sagði Þór­dís Kol­brún og hvorki væri á stefnu­skránni að selja Lands­bank­ann né held­ur að rík­i­s­væða trygg­inga­fé­lag. Þing­menn Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks sem til máls tóku við umræðuna sögðu ekki á stefnu­skrá sinna flokka að selja Lands­bank­ann.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is