Tékkið á tískunni: MS

Skólalífið | 21. mars 2024

Tékkið á tískunni: MS

Nemendur Menntaskólans við Sund hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir að fylgjast vel með tískunni og það hefur ekkert breyst. Blaðamaður mbl.is leit við í hádeginu á dögunum og voru nemendur klæddir í það heitasta í dag. 

Tékkið á tískunni: MS

Skólalífið | 21. mars 2024

Ljósmyndarinnn Árni Sæberg myndaði nemendur í MS á dögunum.
Ljósmyndarinnn Árni Sæberg myndaði nemendur í MS á dögunum. Samsett mynd

Nemendur Menntaskólans við Sund hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir að fylgjast vel með tískunni og það hefur ekkert breyst. Blaðamaður mbl.is leit við í hádeginu á dögunum og voru nemendur klæddir í það heitasta í dag. 

Nemendur Menntaskólans við Sund hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir að fylgjast vel með tískunni og það hefur ekkert breyst. Blaðamaður mbl.is leit við í hádeginu á dögunum og voru nemendur klæddir í það heitasta í dag. 

Soffía Ellín Stella Gísladóttir

„Ég er í Adidas-skóm, Zöru-buxum og vesti sem ég keypti notað í Extraloppunni,“ segir Soffía. Skartið sem hún var með keypti hún notað. 

Soffía Ellín Stella Gísladóttir
Soffía Ellín Stella Gísladóttir mbl.is/Árni Sæberg

Embla Ósk Ólafsdóttir og Sigurbjörn Zöega

„Ég keypti Harley Davidson bolinn notaðan,“ segir Embla sem verslar mikið notað og fær einnig notaðar flíkur og aukahluti frá móður sinni. Veskið er til að mynda frá móður hennar. 

Sigurbjörn Zöega segist pæla í fatastílnum. Hann fékk fötin sem hann klæddist þennan daginn í útlöndum. 

Embla Ósk Ólafsdóttir og Sigurbjörn Zöega.
Embla Ósk Ólafsdóttir og Sigurbjörn Zöega. mbl.is/Árni Sæberg

Stella Bergrán Snorradóttir

„Mamma mín átti peysuna og notaði hana þegar hún var yngri. Buxurnar eru úr Zöru,“ segir Stella. 

Stella Bergrán Snorradóttir.
Stella Bergrán Snorradóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Salka Rán Gunnarsdóttir

„Hann er úr Mamma Mia Vintage sem er pop-up verslun,“ segir Salka þegar hún er spurð hvar hún fékk leðurjakkapelsinn. Hún segist versla mikið notað og þá sérstklega til að finna fallegar flíkur. 

Salka Rán Gunnarsdóttir.
Salka Rán Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir

Sigurbjörg mætti í skólann í leðurjakka sem hún keypti notaðan í útlöndum. Klúturinn er líka notaður. „Það tekur mig svona korter,“ segir Sigurbjörg þegar hún er spurð hvað það tekur hana langan tíma að taka sig til fyrir skóla á morgnana. 

Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir.
Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Hjörtur Hansson og Þráinn Gíslason

Hjörtur fékk peysuna í hermannamynstrinu Nebraska og er í Yeezy Slides-inniskóm. Hann gengur mikið með skart en segir ekki alla stráka í menntaskóla gera það. „Ég mæti með hringi og þetta er keðja sem ég er alltaf með,“ segir hann um skartið. 

Þráinn pantaði fötin á netinu og segist ganga mikið í gallabuxum. „Ég er með krullur en nota saltsprey í hárið,“ segir hann þegar hann er spurður út í hárstílinn. Eins og Hjörtur félagi hans gengur hann líka með skart en daginn sem hann hitti ljósmyndara og blaðamann var hann með tvö armbönd. 

Hjörtur Hansson og Þráinn Gíslason.
Hjörtur Hansson og Þráinn Gíslason. mbl.is/Árni Sæberg

Jónatan Guðni Arnarsson

„Jakkinn er úr Weekday en hin fötin eru frá Reykjavík Roses,“ segir Jónatan sem segist pæla mismikið í hvaða föt hann fer í þegar hann gerir sig til fyrir skóla. 

Jónatan Guðni Arnarsson.
Jónatan Guðni Arnarsson. mbl.is/Árni Sæberg
Jónatan er með flotta eyrnalokka.
Jónatan er með flotta eyrnalokka. mbl.is/Árni Sæberg

Oliwia Salej

„Stuttermabolurinn er úr Spúútnik. Ég fékk hvíta bolinn í Suður-Kóreu,“ segir Oliwia sem var stödd í Suður-Kóreu á skátamóti síðasta sumar. Buxurnar sem hún var í fékk hún í Weekday. 

Oliwia Salej.
Oliwia Salej. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is