Draumahótel fagurkerans í Tyrklandi

Gisting | 22. mars 2024

Draumahótel fagurkerans í Tyrklandi

Við strandlengjuna í Bordum í Tyrklandi stendur hið glæsilega Amanruya-hótel. Fallegur gróður umlykur hótelið sem er með stórkostlegu útsýni yfir Eyjahaf. Hótelið er partur af Aman-hótelkeðjunni sem er þekkt fyrir einstaka fagurfræði og alvöru lúxus. 

Draumahótel fagurkerans í Tyrklandi

Gisting | 22. mars 2024

Einstök fagurfræði einkennir hótelið sem er staðsett í Tyrklandi.
Einstök fagurfræði einkennir hótelið sem er staðsett í Tyrklandi. Ljósmynd/Aman.com

Við strandlengjuna í Bordum í Tyrklandi stendur hið glæsilega Amanruya-hótel. Fallegur gróður umlykur hótelið sem er með stórkostlegu útsýni yfir Eyjahaf. Hótelið er partur af Aman-hótelkeðjunni sem er þekkt fyrir einstaka fagurfræði og alvöru lúxus. 

Við strandlengjuna í Bordum í Tyrklandi stendur hið glæsilega Amanruya-hótel. Fallegur gróður umlykur hótelið sem er með stórkostlegu útsýni yfir Eyjahaf. Hótelið er partur af Aman-hótelkeðjunni sem er þekkt fyrir einstaka fagurfræði og alvöru lúxus. 

Glæsileg hönnun einkennir hótelið þar sem ró og notalegheit eru í forgrunni. Náttúruleg áferð og litapalletta flæðir í gegnum hótelið, bæði að innan og utan, en hvert smáatriði virðist vera útpælt og engu um of aukið. 

Fallegt útsýni og einkasundlaug

Að utan má sjá fallega hlaðna steinveggi sem gefa hótelinu karakter en um leið einfalt og fágað yfirbragð. Það er stutt að fara frá hótelinu niður að sjávarbakkanum þar sem hægt er að stinga sér til sunds af einkabryggju. 

Hótelið samanstendur af nokkrum húsum sem hægt er að leigja út. Hægt er að velja á milli þess að vera með útsýni yfir garðinn eða til sjávar, en við hvert hús er glæsileg einkasundlaug. Að innan eru húsin fallega innréttuð og innblásin af tyrkneskri byggingarlist.

Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
Ljósmynd/Aman.com
mbl.is