Ríki íslams að baki árásinni

Ríki íslams að baki árásinni

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkunum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, fyrr í kvöld.

Ríki íslams að baki árásinni

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 22. mars 2024

Þjóðvarðlið Rússlands leitar enn árásarmannanna.
Þjóðvarðlið Rússlands leitar enn árásarmannanna. AFP/Stringer

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkunum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, fyrr í kvöld.

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkunum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, fyrr í kvöld.

Frá þessu greina hryðjuverkasamtökin á Telegram. Þar segir að árásamennirnir hafi „ráðist að stórri samkomu [...] í útjaðri rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu“.

Þar segir einnig að árásarmennirnir hafi hörfað í bækistöðvar sínar heilir á húfi, að árásinni lokinni.

Að minnsta kosti 40 látnir

Hryðjuverkamenn klæddir felulitum hófu skothríð á tónleikum í Crocus City Hall-tónleikahöllin í Krasnogorsk, skammt frá Moskvu fyrr í kvöld. 

Þeir köstuðu einnig handsprengju eða eldsprengju, að sögn blaðamanns RIA Novosti. Slökkvilið berst enn við eldinn.

Yfirvöld í Rússlandi segja að 40 manns hafi látið lífið í árásinni hið minnsta og 100 séu særðir. Þjóðvarðlið Rússlands leitar enn árásarmannanna.

Talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta segir að forsetinn sé stöðugt haldið upplýstum um málið.

Fréttin hefur verður uppfærð.

Crocus City Hall-tónleikahöllin í Krasnogorsk, skammt frá Moskvu. Eldur logar …
Crocus City Hall-tónleikahöllin í Krasnogorsk, skammt frá Moskvu. Eldur logar í byggingunni en þar hófu þrír menn í felulitaklæðum skothríð fyrr í dag. Ljósmynd/Samfélagsmiðillinn X
mbl.is