Segja Bankasýsluna hafa vitað um kaup á TM

Landsbankinn kaupir TM | 22. mars 2024

Segja Bankasýsluna hafa vitað um kaup á TM

Landsbankinn hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að bankinn hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM frá miðju ári í fyrra. Ennfremur að engar athugasemdir hafi verið gerðar við áætlanir bankans. 

Segja Bankasýsluna hafa vitað um kaup á TM

Landsbankinn kaupir TM | 22. mars 2024

Bankaráð Landsbanka segir Bankasýsluna hafa verið upplýsta um fyrirhuguð kaup …
Bankaráð Landsbanka segir Bankasýsluna hafa verið upplýsta um fyrirhuguð kaup á TM. Samsett mynd

Lands­bank­inn hef­ur birt til­kynn­ingu á heimasíðu sinni þar sem fram kem­ur að bank­inn hafi upp­lýst Banka­sýsl­una um fyr­ir­huguð kaup á TM frá miðju ári í fyrra. Enn­frem­ur að eng­ar at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við áætlan­ir bank­ans. 

Lands­bank­inn hef­ur birt til­kynn­ingu á heimasíðu sinni þar sem fram kem­ur að bank­inn hafi upp­lýst Banka­sýsl­una um fyr­ir­huguð kaup á TM frá miðju ári í fyrra. Enn­frem­ur að eng­ar at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við áætlan­ir bank­ans. 

Í til­kynn­ingu seg­ir að frá miðju ári 2023 hafi bankaráð bank­ans átt frum­væði að sam­skipt­um við Banka­sýsl­una um áhuga á kaup­um á TM. Sam­skipt­in hafi fari farið fram í tölvu­póst­um, á fund­um og  í sím­töl­um.

Banka­sýsl­an hafi svarað sam­dæg­urs án at­huga­semda

„Í tölvu­pósti frá for­manni bankaráðs 11. júlí 2023 til Banka­sýsl­unn­ar var greint frá því að bank­inn hefði haft sam­band við Kviku og lýst yfir áhuga bank­ans á að kaupa TM. Banka­sýsl­an svaraði tölvu­póst­in­um sam­dæg­urs án at­huga­semda varðandi kaup­in," seg­ir meðal ann­ars.

Þá kem­ur enn­frem­ur fram að Banka­sýsl­an hafi verið upp­lýst sím­leiðis þann 20. des­em­ber að bank­inn hefði skilað inn óskuld­bind­andi til­boði í TM eft­ir sölu­ferli TM hófst.

Eins að Banka­sýsl­an hafi aldrei sett fram at­huga­semd­ir eða óskað eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um eða gögn­um frá bankaráði fyrr en eft­ir að til­kynnt var um samþykki Kviku á skuld­bind­andi til­boði bank­ans.

Til­kynn­ing­in í heild sinni

Vísað er til bréfs Banka­sýslu rík­is­ins til Lands­bank­ans, dags. 18. mars sl., þar sem óskað var eft­ir nán­ar til­greind­um upp­lýs­ing­um um skuld­bind­andi til­boð bank­ans um kaup af Kviku banka hf. á 100% hluta­fjár í TM trygg­ing­um hf., sem lagt var fram 15. mars sl.

Vegna bréfs­ins vill bankaráð leggja áherslu á eft­ir­far­andi:

  • Bankaráð hef­ur um nokk­urt skeið haft áhuga á að bæta trygg­ing­um við þjón­ustu­fram­boð bank­ans.
  • Frá miðju ári 2023 hef­ur bankaráð átt frum­kvæði að sam­skipt­um við Banka­sýsl­una þar sem fram hef­ur komið áhugi bankaráðs á trygg­inga­markaðnum og eft­ir at­vik­um kaup­um á TM. Sam­skipt­in hafa farið fram í tölvu­póst­um, á fund­um og með sím­töl­um.
  • Í tölvu­pósti frá for­manni bankaráðs 11. júlí 2023 til Banka­sýsl­unn­ar var greint frá því að bank­inn hefði haft sam­band við Kviku og lýst yfir áhuga bank­ans á að kaupa TM.  Banka­sýsl­an svaraði tölvu­póst­in­um sam­dæg­urs án at­huga­semda varðandi kaup­in.
  • Form­legt sölu­ferli á TM hófst 17. nóv­em­ber 2023. Þann 20. des­em­ber 2023 var Banka­sýsl­an upp­lýst í sím­tali um að bank­inn hefði skilað inn óskuld­bind­andi til­boði í TM. Í kjöl­farið tók bank­inn þátt í ferli sem lauk með því að bank­inn lagði fram skuld­bind­andi til­boð í fé­lagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Banka­sýsl­an upp­lýst um að Kvika hefði samþykkt skuld­bind­andi til­boð bank­ans.
  • Banka­sýsl­an setti aldrei fram at­huga­semd­ir eða óskaði eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um eða gögn­um frá bankaráði fyrr en eft­ir að til­kynnt var um samþykki Kviku á skuld­bind­andi til­boði bank­ans.
  • Bankaráð upp­fyllti skyld­ur sín­ar til upp­lýs­inga­gjaf­ar í sam­ræmi við nú­gild­andi eig­anda­stefnu rík­is­ins sem og sam­kvæmt samn­ingi bank­ans við Banka­sýsl­una frá 2010.

Það er mat bankaráðs að ákvörðun um kaup á TM sé á for­ræði bankaráðs, kaup­in á TM sam­rým­ist eig­enda­stefnu rík­is­ins og þjóni lang­tíma­hags­mun­um bank­ans og hlut­hafa. Með því að bæta trygg­ing­um við þjón­ustu Lands­bank­ans geti bank­inn boðið viðskipta­vin­um sín­um enn betri og fjöl­breytt­ari þjón­ustu, auk þess sem það muni styrkja rekst­ur­inn og auka verðmæti bank­ans.

Kaup bank­ans á TM eru ekki tal­in auka áhættu í rekstri bank­ans um­fram þann ávinn­ing sem hlýst af kaup­un­um. Kaup­in hafi ekki áhrif á getu bank­ans til að upp­fylla arðgreiðslu­stefnu bank­ans um að greiða að jafnaði um 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hlut­hafa en muni styrkja arðgreiðslu­getu bank­ans til lengri tíma.

Að síðustu skal áréttað að Banka­sýsl­an var upp­lýst af hálfu bankaráðs og var kunn­ugt um áform bank­ans um að kaupa TM eins og að ofan hef­ur verið rakið.

Nán­ar er fjallað um aðdrag­anda, und­ir­bún­ing og fleiri þætti í grein­ar­gerð sem fylg­ir þessu bréfi.

„Bankaráð upp­fyllti skyld­ur sín­ar til upp­lýs­inga­gjaf­ar í sam­ræmi við nú­gild­andi eig­anda­stefnu rík­is­ins sem og sam­kvæmt samn­ingi bank­ans við Banka­sýsl­una frá 2010,“ seg­ir í til­kynn­ingu..

mbl.is