Telur fullyrðingar Bankasýslunnar ekki standast

Landsbankinn kaupir TM | 22. mars 2024

Telur fullyrðingar Bankasýslunnar ekki standast

„Já, í raun og veru hafa þau komið mér á óvart því það er svo langt síðan við upplýstum um þennan áhuga okkar.“

Telur fullyrðingar Bankasýslunnar ekki standast

Landsbankinn kaupir TM | 22. mars 2024

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Ljósmynd/Aðsend

„Já, í raun og veru hafa þau komið mér á óvart því það er svo langt síðan við upp­lýst­um um þenn­an áhuga okk­ar.“

„Já, í raun og veru hafa þau komið mér á óvart því það er svo langt síðan við upp­lýst­um um þenn­an áhuga okk­ar.“

Þetta seg­ir Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, formaður bankaráðs Lands­bankas, spurð hvort viðbrögð við fyr­ir­huguðum kaup­um Lands­bank­ans á TM hafi komið henni á óvart.

„Það var mik­ill tími til að óska eft­ir fundi, frek­ari upp­lýs­ing­um og ræða mál­in.“

Hefðu mátt koma áhyggj­um fram fyrr

Banka­sýsl­an hef­ur tekið und­ir þær áhyggj­ur sem fjár­málaráðherra hef­ur lýst, finnst þér að þær hefðu mátt koma fyrr fram?

„Mun fyrr. Við höf­um aldrei heyrt þá nefna þess­ar áhyggj­ur fyrr en á sunnu­dag­inn,“ seg­ir Helga.

Fjár­málaráðherra hef­ur sagt kaup­in stríða gegn eig­enda­stefnu rík­is­ins en bank­inn er að mestu í eigu rík­is­ins. Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hlut­inn.  

Helga hef­ur trú á því að gögn­in sem bankaráðið hef­ur birt varpi ljósi á að ákvörðunin hafi verið á for­ræði bankaráðs og Banka­sýsl­an upp­lýst um málið.

Ætti ekki að koma á óvart 

Aðspurð seg­ir Helga sím­töl við stjórn­ar­formann og for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar ekki hafa verið hljóðrituð.

Tel­urðu þær full­yrðing­ar Banka­sýsl­unn­ar um að hún hafi verið „alls ókunn­ugt“ af viðskipt­un­um stand­ast?

„Nei, alls ekki. Þau vissu að við send­um inn óskuld­bind­andi til­boð 20. des­em­ber,“ seg­ir Helga og vís­ar aft­ur til þess hversu mik­ill tími hafi verið til að ræða málið.

„Þetta ætti ekki að koma nein­um á óvart. Að óskuld­bind­andi til­boð gæti síðar endað með skuld­bind­andi til­boði.“

Hafa greitt 192 millj­arða í arð frá 2013

Helga seg­ir ým­is­legt gleym­ast í umræðunni um Lands­bank­ann og kaup­in á TM.

„Lands­bank­inn hef­ur vaxið mjög mikið á síðustu árum. Síðasta rekstr­ar­ár var það besta í sögu bank­ans og þessi kaup tryggja það að við get­um haldið áfram að vaxa og styrkj­ast í sam­keppn­inni,“ seg­ir hún.

„Á meðan öllu þessu fram vind­ur þá erum við, von­andi, eft­ir næsta aðal­fund að fara greiða arð og þá erum við búin að greiða í rík­is­sjóð 192 millj­arða frá ár­inu 2013,“ seg­ir Helga.

„Bara það að tryggja að við verðum áfram sam­keppn­is­hæf þá erum við að auka lang­tíma­v­irði Lands­bank­ans og það er til hags­bóta fyr­ir ríkið sem alla aðra hlut­hafa og sam­fé­lagið allt.“

mbl.is