Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, matreiðslumeistarinn knái og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins hefur svo sannarlega látið til sín taka síðastliðið ár og sýnt hversu hæfileikarík og megnug hún er á sínu sviði. Hún þjálfaði og stýrði íslenska kokkalandsliðinu alla leið upp á verðlaunapallinn og sagði frá upphafi að markmiðið væri að komast á verðlaunapall og ekkert minna. Snædís kláraði verkefnið sem hún ætlaði sér en lífið tók óvænt u-beygju rétt fyrir Ólympíuleikana í matreiðslu og þessa dagana er hún að klára það verkefni og ætlar sér að koma enn sterkari til leiks í framhaldi af því.
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, matreiðslumeistarinn knái og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins hefur svo sannarlega látið til sín taka síðastliðið ár og sýnt hversu hæfileikarík og megnug hún er á sínu sviði. Hún þjálfaði og stýrði íslenska kokkalandsliðinu alla leið upp á verðlaunapallinn og sagði frá upphafi að markmiðið væri að komast á verðlaunapall og ekkert minna. Snædís kláraði verkefnið sem hún ætlaði sér en lífið tók óvænt u-beygju rétt fyrir Ólympíuleikana í matreiðslu og þessa dagana er hún að klára það verkefni og ætlar sér að koma enn sterkari til leiks í framhaldi af því.
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, matreiðslumeistarinn knái og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins hefur svo sannarlega látið til sín taka síðastliðið ár og sýnt hversu hæfileikarík og megnug hún er á sínu sviði. Hún þjálfaði og stýrði íslenska kokkalandsliðinu alla leið upp á verðlaunapallinn og sagði frá upphafi að markmiðið væri að komast á verðlaunapall og ekkert minna. Snædís kláraði verkefnið sem hún ætlaði sér en lífið tók óvænt u-beygju rétt fyrir Ólympíuleikana í matreiðslu og þessa dagana er hún að klára það verkefni og ætlar sér að koma enn sterkari til leiks í framhaldi af því.
Eins og kunnugt er, þá hreppti íslenska kokkalandsliðið bronsið á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í febrúar síðastliðnum auk þess að hljóta tvenn gullverðlaun og sigur fyrir „heita seðill“ eða „Restaurant of Nation“.
Snædís starfar sem yfirkokkur á veitingastaðnum Silfru á ION Adventure Hotel á Nesjavöllum þar sem hún hefur fengið frelsi til að leyfa ástríðu sinni í matreiðslu að blómstra og þegar Snædís er annars vegar, þá sést það langar leiðir að hún elskar það sem hún er að gera, hvort sem það er í hefðbundinni matreiðslu, keppnismatreiðslu eða heima í eldhúsinu með þriggja ára sinni sínum að útbúa einfaldan heimilismat.
„Ástríðan mín fyrir matreiðslu er held ég ekki mælanleg. Ég hef gaman af öllu sem tengist matreiðslu. Hvort sem það er skyndibitamatur, tapas, asísk matreiðsla, skandinavískur matur svo fátt sé nefnt. En það sem mér finnst skemmtilegast í heimi er að vera með stráknum mínum í eldhúsinu, hann er algjör upplýsingasuga enda aðeins þriggja ára gamall. Hann hefur alltaf haft áhuga á mat og mér finnst svo dýrmætt í dag að eiga þær þessar fallegu stundir með honum í eldhúsinu. Kannski breytist þessi áhugi hans í framtíðinni, hver veit, kannski vill hann verða byggingarstjóri og mun hafa lítinn áhuga á að græja mat með mömmu sinni,“ segir Snædís kímin og hlær við.
Aðspurð segir Snædís að hún hafi ávallt haft mikinn áhuga á því að vera í eldhúsinu, þetta sé eitthvað sem kveiki í henni. „Ég hef alltaf haft ótrúlega gaman að því að vinna í eldhúsi. Hraðinn sem kemur á háannatímum og hvað allt og allir þurfa að vinna saman svo allt geti virkað. Það eru einhverri töfrar í þessu,“ segir Snædís og bætir við að fá adrenalínið á flug gefi henni mikið.
„Síðan eru líka miklar pælingar afhverju og hvernig veitingastaðir virka, það er nokkuð sem ég hef líka ótrúlega mikinn áhuga á og spái mikið í. Til að mynda hvernig eldhúsum er stillt upp og hvernig flæðið er í keyrslu. Loks er það auðvitað hugarsmíð á matnum, framsetning og best af öllu er bragðið og áferðin sem heillar mig. Fyrir mér að vera í matreiðslu er það mikil list á móti tækninni og skipulagi, það eru svo margir þættir sem skipta máli til að allt gangi upp. Ætli það sé ekki þess vegna mér finnst svona ótrúlega gaman að keppa. Allar þessar pælingar skipta sköpum til að ná árangri,“ segir Snædís og brosir.
Þegar Snædís er spurð út í muninn á keppnismatreiðslu og hefðbundinni matreiðslu á veitingastað, segir hún það vera tvo gjörólíka hluti. „Keppnismatreiðsla er ekki sambærileg hefðbundinni veitingahúsamatreiðslu, miklu meiri agi, skipulag og tækni sé viðhöfð í keppnismatreiðslu og þá skipti hver mínúta máli. Auk þess að hið listræna yfirbragð skiptir líka sköpun. Þetta á kannski við á sumum veitingastöðum úti í heimi en þá oftast á Michelin-stjörnu veitingastöðum sem eru með um 100 kokka í vinnu og allt er þaulskipulagt líkt og í keppni. Það á ekki við hér á landi en sem komið er kannski verður það í framtíðinni ef einhver er nógu efnaður hér á landi og hefur áhuga á að opna alvöru stóran Michelin-stjörnu veitingastað.“
Þegar Snædís er spurð hvernig henni líði eftir framúrskarandi árangur kokkalandsliðsins, sigrana á Ólympíuleikunum og hafa í raun náð markmiðum sínum segir hún tilfinninguna vera undarlega. „Mér líður ótrúlega einkennilega ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég er að sjálfsögðu ánægð með að hafa lent í 3. sæti. Það er frábært en satt best að segja voru úrslitin voru rosaleg, við vorum lygilega nálægt því að fara alla leið. Það var mjög tæpt á milli topp sætanna þriggja, erfitt var að sjá það á stigagjöfinni þar sem það munaði einungis 0,194 frá 1. sæti og 3. sæti, sætinu sem við lentum í,“ segir Snædís og bætir við: „Áður fyrr var gefið fyrstu þrjú sætin fyrir sitthvora greinina, ég veit ekki alveg af hverju það var tekið út í ár. En við unnum „heita“ eða „Restaurant of Nation“ greinina með yfirburðum. Sem er alveg magnaður árangur, Ísland hefur aldrei náð svona hárri stigagjöf á Ólympíuleikunum og það þýðir í raun að við getum alveg unnið þessa keppni,“ segir Snædís. „En nú vitum við hvað við þurfum að keyra á til að vinna þessa keppni og það verður næsta verkefni næstu tvö til fjögur árin,“ segir Snædís ákveðin. Þegar Snædís tók við þjálfarastöðunni hjá íslenska kokkalandsliðinu og var búin að velja liðið fyrir Ólympíuleikana lagði hún strax fram markmiðin sem ætlunin var að ná. „Ég sagði strax að ég ætlaði landsliðinu að komast á pallinn, þangað komst ég síðast þegar ég tók þátt og því ekkert minna í boði.“
Margt þarf að hafa í huga þegar landslið er sett saman og liðið þarf að smella saman. Þegar Snædís tók að sér þjálfarahlutverkið var hennar fyrsta verkefni að setja saman landsliðið og hefja verkefnið.
Hvernig valdir þú einstaklinga í landsliðið, var það ekki erfitt verkefni?
„Ég fór í gegnum umsóknir og svo heyrði ég einnig í þeim sem voru í fyrri landsliðshópnum og athugaði hverjir gæfu áfram kost á sér. Það sem skiptir sköpun þegar lið eins og þetta er sett saman að liðið geti unnið saman að sama markmiði og hugurinn fylgi með. Reynslan og þekkingin skiptir máli en það er líka mikilvægt að hafa unga og ferska meðlimi með á móti þeim eldri með reynsluna.“
Hvernig gekk að ná liðinu saman og búa til öfluga og góða stemningu fyrir keppnina?
„Satt best að segja gekk það upp og niður, það hefði verið hægt að gera sjónvarpsþáttaröð úr því ferli, leiðin á pallinn og á Ólympíuleikana. Kokkar í heild sinni geta verið dramatískir og verið með mikið keppnisskap sem þýðir mikil „ástríða“. En heilt yfir þá er þetta mjög samheldur hópur. Ég lagði mjög mikið upp úr því að ræða hlutina af því þegar maður fer út að keppa þá getur allt blossað upp. Ég tala af reynslu. Síðan fengum við til okkar íþróttasálfræðinginn Jóhann Inga, tvisvar sinnum yfir tímabilið. Hann er alveg frábær og er þekktur fyrir að taka landslið og rífa þau upp andlega. Sem er svo mikilvægt fyrir öll lið til að ná þeim markmiðum sem þau setja sér,“ segir Snædís.
Gengu æfingarnar snurðulaust fyrir sig?
„Alls ekki, þetta var knappur tími og þróun og framför þurfti að vera hröð. Þetta kostaði blóð, svita og tár. Æfingaferlið og ekki síst æfingakeyrslurnar tóku á bæði líkamlega og andlega. Liðið stendur í 12 klukkustundir að undirbúa og síðan eru tímaæfingarnar enn þá lengri. Þetta reynir á þolrifin og það er ýmislegt sem kemur upp,“ segir Snædís glettnislega. „Síðan á maður auðvitað góðar æfingar í bland við slæmar.“
Hvernig hefur þér sjálfri gengið að fara gegnum þetta ferli, þjálfunina og keppnina?
Mér hefur fundist þetta ótrúlega skemmtilegt, bæði erfitt og lærdómsríkt. Það er erfitt að vera fyrir utan búrið. En ótrúlega gaman að horfa á hina vinklanna sem tengist því að ná árangri og hvað til þarf.“
Sjálf hefur þú verið í búrinu að keppa, þá ófrísk að syni þínum, hvernig var að vera í hlutverki þjálfarans að þessu sinni?
„Það var skemmtilegt, erfitt og krefjandi. Þegar maður kemur á keppnisstað þá þarf maður að treysta liðinu að það klári verkefnið og að ég hafi náð að þjálfa liðið til sigurs. Sem ég trúi að ég og liðið hafi náð sameiginlega.“
Þá er það stóra spurningin, ætlar þú að halda áfram með landsliðið?
„Ég á mjög erfitt með að halda ekki áfram, ég verð samt að skoða samningana sem verða settir á borðið áður en ég svara þessu,“ segir Snædís og brosir.
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í matreiðslunni?
„Framtíðin hjá kokkalandsliðinu er björt ef þau halda áfram á þessu plani og halda áfram að “berjast”. Með réttu leikplani er hægt að vinna þessa keppni. Framtíðin mín sem matreiðslumaður er nokkuð björt myndi ég halda. Ég elska nýjar áskoranir og verkefni.“
Hver er þinn stærsti draumur í hlutverki þínu sem matreiðslumeistari?
„Ég ætla að taka þátt aftur í keppninni Kokkur ársins. Það er draumur sem á eftir að verða að veruleika að vinna þessa keppni.“
Hver eru næstu verkefni hjá þér?
„Það er góð spurning. Ætli það fari ekki eftir samningum og slíku. Annars er ég í veikindaleyfi þessa dagana. Lífið tók snarpa u-beygju rétt fyrir Ólympíuleikana, en ég veiktist og um tíma var ekki vitað hvort ég kæmist út. Ég fékk leyfi frá læknunum til að fara út og klára keppnina sem betur fer og þakklát fyrir það. Þegar heim kom tóku við rannsóknir og í framhaldinu stór aðgerð en ég greindist með æxli. Sem betur fer fór betur en á horfðist. Nú er verkefnið mitt að ná heilsu og fullri orku aftur og ég horfi bjartsýn til framtíðarinnar. Ég hlakka til að klára það verkefni og fara svo af stað á fullum krafti. Á meðan undirbý ég mig andlega fyrir næstkomandi verkefni,“ segir Snædís að lokum og brosir sínu einlæga og fallega brosi.