Rússneska sendiráðið þakkar fyrir stuðninginn

Rússneska sendiráðið þakkar fyrir stuðninginn

Flaggað var í hálfa stöng við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag vegna hryðjuverkaárásar Ríki íslams við borgarmörk Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í gær.

Rússneska sendiráðið þakkar fyrir stuðninginn

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 23. mars 2024

Flaggað var í hálfa stöng í sendiráðinu í dag.
Flaggað var í hálfa stöng í sendiráðinu í dag. Ljósmynd/Sendiráð Rússlands á Íslandi

Flaggað var í hálfa stöng við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag vegna hryðjuverkaárásar Ríki íslams við borgarmörk Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í gær.

Flaggað var í hálfa stöng við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag vegna hryðjuverkaárásar Ríki íslams við borgarmörk Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í gær.

„Við erum niðurbrotin eftir skelfilega harmleikinn sem átti sér stað 22. mars í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu,“ segir í tilkynningu frá sendiráðinu.

„Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlambana og óskum öllum þeim sem særðust fullum bata.“

Starfsmenn sendiráðsins segjast þakklátir umhyggjusömu samlöndum sínum og Íslendingum sem samhryggjast með rússnesku þjóðinni og hafa boðið einlægt fram stuðning sinn. 

Rafræn bók fyrir samúðarkveðjur

Sendiráðið hefur sett á laggirnar rafræna bók ætlaða samúðarkveðjum.

Hægt er að senda samúðarkveðjur á netfang sendiráðsins, reykjavik@mid.ru, fram á mánudag.

mbl.is