Sameiginlegur óvinur Bandaríkjanna og Rússlands

Sameiginlegur óvinur Bandaríkjanna og Rússlands

Ríki íslams er sameiginlegur óvinur Bandaríkjanna og Rússlands, að mati talsmanns Hvíta hússins. 

Sameiginlegur óvinur Bandaríkjanna og Rússlands

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 23. mars 2024

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Samsett mynd/AFP/Mandel Ngan og Mikhail Metzel

Ríki íslams er sameiginlegur óvinur Bandaríkjanna og Rússlands, að mati talsmanns Hvíta hússins. 

Ríki íslams er sameiginlegur óvinur Bandaríkjanna og Rússlands, að mati talsmanns Hvíta hússins. 

Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fordæmt hryðjuverkaárás Ríki íslams á tónleikahöll í nágrenni Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í gær.

„Bandaríkin fordæma eindregið hræðilegu hryðjuverkaárásina í Moskvu,“ sagði Karine Jean-Pierre, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, í tilkynningu.

„ISIS er sameiginlegur hryðjuverkaóvinur okkar sem þarf að sigra alls staðar,“ sagði hún.

Að minnsta kosti 133 er látnir eftir árásina á Crocus City-tónleikahöllina.

mbl.is