Símtalið í desember gæti falið í sér innherjaupplýsingar

Landsbankinn kaupir TM | 23. mars 2024

Símtalið í desember gæti falið í sér innherjaupplýsingar

Ágreiningur ríkir um það hvort að bankaráð Landsbankans hafi fullnægt upplýsingaskyldu sinni gagnvart Bankasýslu ríkisins í aðdraganda kaupa bankans á tryggingarfélaginu TM. Þá hafa einnig komið fram sjónarmið um það hvort að upplýsingar til Bankasýslunnar hafi verið nægilegar gagnvart markaðinum, þar sem Bankasýslan er ekki eini eigandi Landsbankans.

Símtalið í desember gæti falið í sér innherjaupplýsingar

Landsbankinn kaupir TM | 23. mars 2024

Tilkynnt var um síðustu helgi að Landsbankinn hyggðist kaupa TM.
Tilkynnt var um síðustu helgi að Landsbankinn hyggðist kaupa TM. mbl.is/Árni Sæberg

Ágrein­ing­ur rík­ir um það hvort að bankaráð Lands­bank­ans hafi full­nægt upp­lýs­inga­skyldu sinni gagn­vart Banka­sýslu rík­is­ins í aðdrag­anda kaupa bank­ans á trygg­ing­ar­fé­lag­inu TM. Þá hafa einnig komið fram sjón­ar­mið um það hvort að upp­lýs­ing­ar til Banka­sýsl­unn­ar hafi verið nægi­leg­ar gagn­vart markaðinum, þar sem Banka­sýsl­an er ekki eini eig­andi Lands­bank­ans.

Ágrein­ing­ur rík­ir um það hvort að bankaráð Lands­bank­ans hafi full­nægt upp­lýs­inga­skyldu sinni gagn­vart Banka­sýslu rík­is­ins í aðdrag­anda kaupa bank­ans á trygg­ing­ar­fé­lag­inu TM. Þá hafa einnig komið fram sjón­ar­mið um það hvort að upp­lýs­ing­ar til Banka­sýsl­unn­ar hafi verið nægi­leg­ar gagn­vart markaðinum, þar sem Banka­sýsl­an er ekki eini eig­andi Lands­bank­ans.

Um þetta er fjallað í nýj­asta hlaðvarpsþætti Þjóðmála, þar sem ít­ar­lega er rætt um kaup Lands­bank­ans á TM sem til­kynnt var um í síðustu viku. Í þætt­in­um ræða viðskipta­blaðamenn­irn­ir Hörður Ægis­son frá Inn­herja og Stefán Ein­ar Stef­áns­son frá Morg­un­blaðinu um viðskipt­in og þau atriði sem að þeim snúa og hafa verið til umræðu frá því að til­kynnt var um kaup­in.

Íslenska ríkið á sem kunn­ugt er um 99% hlut í Lands­bank­an­um, til móts við nokkuð hundruð starfs­menn bank­ans. Í þætti Þjóðmála velt­ir Stefán Ein­ar því upp hvort að sím­tal sem Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, formaður bankaráðs Lands­bank­ans, átti við Tryggva Páls­son, stjórn­ar­formann Banka­sýsl­unn­ar, í des­em­ber sl., þar sem fram kom að bank­inn hefði áhuga á því að kaupa TM af Kviku banka eft­ir að sölu­ferli TM var hafið, hafi verið í sam­ræmi við regl­ur um inn­herja­upp­lýs­ing­ar.

„Nú er Lands­bank­inn líka með skráð skulda­bréf á markaði og þetta geta verið verðmynd­andi upp­lýs­ing­ar á skulda­bréfa­markaði, al­veg eins og ef bank­inn væri skráður á hluta­bréfa­markað,“ seg­ir Stef­an Ein­ar í þætt­in­um og velt­ir því upp hvort það geti tal­ist nægi­legt að upp­lýsa aðeins einn hlut­hafa um áhuga bank­ans á kaup­un­um. Að sama skapi sé Kvika banki skráð á markað en á þess­um tíma­punkti var það ekki op­in­bert að Lands­bank­inn hefði hug á því að kaupa TM af Kviku banka.

Málið hef­ur einnig verið rætt á þess­um nót­um meðal markaðsaðila sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við í vik­unni. Í fyrr­nefnd­um hlaðvarpsþætti er einnig rætt um það hvort að heppi­legt sé að ríkið sé eig­andi að fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, hvort að upp­lýs­inga­skyldu hafi verið full­nægt í mál­inu og margt fleira sem að þessu snýr. Sem kunn­ugt er lýsti Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra því yfir í hlaðvarpi Þjóðmála í byrj­un fe­brú­ar að henni hugnaðist ekki fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM, en þá var hún spurð út í orðróm þess efn­is.

mbl.is