Stroganoff að hætti Húsó á vel við í dymbilvikunni

Uppskriftir | 23. mars 2024

Stroganoff að hætti Húsó á vel við í dymbilvikunni

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu sem njóta mik­ill vin­sælda hjá les­end­um. Nú er komið að hinum fræga nautapottrétt, stroganoff. Rétturinn er afar ljúffengur og saðsamur og allra best er að gera heimalagða kartöflumús með réttinum eða sjóða grjón með. Galdurinn við þennan rétt er að leyfa honum að malla lengi. Því lengur sem hann fær að malla, við lágan hita því betri verður hann. Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans mælir með þessum rétti í dymbilvikunni eða um páskana.

Stroganoff að hætti Húsó á vel við í dymbilvikunni

Uppskriftir | 23. mars 2024

Freistandi að laga ljúffengt stroganoff í páskafríinu.
Freistandi að laga ljúffengt stroganoff í páskafríinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu sem njóta mik­ill vin­sælda hjá les­end­um. Nú er komið að hinum fræga nautapottrétt, stroganoff. Rétturinn er afar ljúffengur og saðsamur og allra best er að gera heimalagða kartöflumús með réttinum eða sjóða grjón með. Galdurinn við þennan rétt er að leyfa honum að malla lengi. Því lengur sem hann fær að malla, við lágan hita því betri verður hann. Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans mælir með þessum rétti í dymbilvikunni eða um páskana.

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu sem njóta mik­ill vin­sælda hjá les­end­um. Nú er komið að hinum fræga nautapottrétt, stroganoff. Rétturinn er afar ljúffengur og saðsamur og allra best er að gera heimalagða kartöflumús með réttinum eða sjóða grjón með. Galdurinn við þennan rétt er að leyfa honum að malla lengi. Því lengur sem hann fær að malla, við lágan hita því betri verður hann. Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans mælir með þessum rétti í dymbilvikunni eða um páskana.

Nautapottréttur – stroganoff

  • 500 g nautakjöt (skorið í stroganoff)
  • 1 laukur
  • 1 paprika
  • 150 g sveppir
  • Olía til steikingar
  • 1 1/2-2 dl rjómi
  • 1 dl vatn
  • 2 msk. mangó chutney
  • 2 msk. tómatsósa
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. svartur pipar
  • 1 tsk. rifið engifer

Aðferð:

  1. Kjötið er steikt í olíunni á vel heitri pönnu og sett í pott.
  2. Laukurinn er saxaður, paprikan er skorin í bita og sveppirnir skornir í sneiðar.
  3. Laukur, paprika og sveppir steikt saman á pönnunni og síðan sett í pottinn með kjötinu.
  4. Allt annað sett í pottinn og soðið rólega, við vægan hita í 40-50 mínútur.
  5. Ef þörf er á er sósan jöfnuð með sósujafnara.
  6. Berið fram með heimalagaðri kartöflumús eða soðnum grjónum.
mbl.is