Biður fyrir fórnarlömbum ódæðisins

Biður fyrir fórnarlömbum ódæðisins

Frans páfi biður fyrir fórnarlömbum ódæðisins sem framið var í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu á föstudag. Að minnsta kosti 137 eru látnir eftir að fjórir vopnaðir menn hófu þar skothríð.

Biður fyrir fórnarlömbum ódæðisins

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 24. mars 2024

Frans páfi biður fyrir fórnarlömbum ódæðisins sem framið var í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu á föstudag. Að minnsta kosti 137 eru látnir eftir að fjórir vopnaðir menn hófu þar skothríð.

Frans páfi biður fyrir fórnarlömbum ódæðisins sem framið var í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu á föstudag. Að minnsta kosti 137 eru látnir eftir að fjórir vopnaðir menn hófu þar skothríð.

„Ég bið fyrir fórnarlömbum þessa ódæðisverks, þessara hryðjuverka, sem áttu sér stað á föstudaginn í Moskvu,“ sagði Frans í messu á Péturstorgi í dag, pálmasunnudag.

„Megi Guð taka þeim opnum örmum og hugga fjölskyldur þeirra. Megi hann vísa þeim sem bera ábyrgð á þessum ómannúðlegu verkum á rétta braut. Þessi ómannúðlegu athæfi fara þvert á orð Guðs: „Þú skalt ekki morð fremja“.“

Um 25 þúsund manns hlýddu á orð páfans á Péturstorgi í dag. 

Frans páfi í dag.
Frans páfi í dag. AFP/Andreas Solaro
25 þúsund manns hlýddu á messu páfans.
25 þúsund manns hlýddu á messu páfans. AFP/Andreas Solaro
mbl.is