„Ég er almennt séð á móti páskaskrauti“

Páskar | 24. mars 2024

„Ég er almennt séð á móti páskaskrauti“

Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, ætlar að verja páskunum á Siglufirði. Hún á ekki sérstakt páskaskraut en kann að meta páskahátíðina því þá ríkir friður og ró.

„Ég er almennt séð á móti páskaskrauti“

Páskar | 24. mars 2024

Lára Björg Björnsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttir.
Lára Björg Björnsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, ætlar að verja páskunum á Siglufirði. Hún á ekki sérstakt páskaskraut en kann að meta páskahátíðina því þá ríkir friður og ró.

Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, ætlar að verja páskunum á Siglufirði. Hún á ekki sérstakt páskaskraut en kann að meta páskahátíðina því þá ríkir friður og ró.

Hvaða þýðingu hafa páskarnir fyrir þig?

„Friður, ró og ekkert vesen, annað en jólin.“

Gerir þú eitthvað sérstakt um páskana?

„Ég ætla norður á Sigló og get ekki beðið!“

Áttu til dæmis eitthvert páskaskraut?

„Nei. Ég er almennt séð á móti páskaskrauti. Ég er hrædd við fugla og gulur er ekki minn litur.“

Ertu búin að upplifa drauminn eða halda draumarnir og markmiðin áfram að stækka?

„Nei og nei.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ekki neitt.“

Áttu uppáhaldsflík?

„Vanalega eru það flíkur sem ég sé annað fólk í.“

Hvaða óþarfa keyptir þú síðast?

„Allur fataskápurinn minn er undir þarna. Og geymslan.“

Hvaða hlutur í lífi þínu er ómissandi?

„Rækjusalat.“

Ertu skipulögð?

„Já. Það er minn eini kostur.“

Hvaða bók er á náttborðinu?

„Love Island, skáldsaga um ást og örlög fólks sem stendur á krossgötum.“

Love is Blind.
Love is Blind.

Hvaða sjónvarpsþátt ertu
að horfa á?

„Love is blind. Gjörsamlega hellaðir þættir, lélegt efni, hræðilegt fólk og ég get ekki hætt að horfa.“

New York er í miklu uppáhaldi hjá Láru því þar …
New York er í miklu uppáhaldi hjá Láru því þar býr systir hennar, Birna Anna Björnsdóttir. Sðemcer Plass/APF

Hver er uppáhaldsborgin þín og af hverju?

„New York því þar á systir mín heima.“

Ef þú gætir farið hvert sem er í ferðalag, hvert væri ferðinni heitið?

„Ég mundi vilja fara norður á Sigló og bara vera þar. Ég mundi ganga allan daginn, fara í bakaríið þrisvar á dag, sundlaugina og spjalla við allt það yndislega fólk sem þarna býr.“

Lára Björg Björnsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir.
Lára Björg Björnsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir.

Hvað gerir þú til þess
að slaka á?

„Ég fer upp í sófa með kettina mína tvo, Jürgen Klopp og Kenny Dalglish, og fæ mér snakk í skál.“

Uppáhaldsappið og hvers vegna?

„Færð og veður, upplýsingar frá Vegagerðinni.“

mbl.is