Gæsluvarðhald í tvo mánuði vegna árásarinnar

Gæsluvarðhald í tvo mánuði vegna árásarinnar

Rússneskur dómstóll hefur úrskurðað einn í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna hryðjuverkaárásarinnar í Crocus City-tónleikahúsinu í Moskvu. Maðurinn er sá fyrsti sem var handtekinn í tengslum við málið.

Gæsluvarðhald í tvo mánuði vegna árásarinnar

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 24. mars 2024

Dalerdjon Barotovich Mirzoyev var í kvöld úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Dalerdjon Barotovich Mirzoyev var í kvöld úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. AFP

Rússneskur dómstóll hefur úrskurðað einn í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna hryðjuverkaárásarinnar í Crocus City-tónleikahúsinu í Moskvu. Maðurinn er sá fyrsti sem var handtekinn í tengslum við málið.

Rússneskur dómstóll hefur úrskurðað einn í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna hryðjuverkaárásarinnar í Crocus City-tónleikahúsinu í Moskvu. Maðurinn er sá fyrsti sem var handtekinn í tengslum við málið.

Héraðsdómur Basmanny-héraðs úrskurðaði Dalerdjon Barotovich Mirzoyev, frá Tadsíkistan, í gæsluvarðhald þar til 22. maí á meðan á rannsókn málsins stendur, að því er dómstólasýslan í Moskvu tilkynnti á Telegram í kvöld.

Mirzoyev var leiddur fyrir dómara í kvöld.
Mirzoyev var leiddur fyrir dómara í kvöld. AFP

Mirzoyev er grunaður um að hafa framið hryðjuverkaárás í samverknaði við aðra og hefur játað sök í málinu.

137 létust þegar fjórir menn hófu skothríð í tónleikahúsinu Crocus City en 11 hafa verið handteknir vegna málsins.

Uppfært kl. 22.40:

Mennirnir fjórir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. maí. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 

Einn þeirra grunuðu sem bíður dómsúrskurðar.
Einn þeirra grunuðu sem bíður dómsúrskurðar. AFP
mbl.is